REDRUM...

The Shining
Föstudagurinn 7. júlí
Rósenborg, fjórða hæð
kl. 17:00

Nú hefur KvikYndið tekið upp samstarf við Listasumar og munum við standa fyrir sýningum á hverjum föstudegi kl. 17:00 í allt sumar.

Misjafnt er hvar sýningarnar fara fram en nú er komið að Rósenborg (Gamla hátíðarsal barnaskólans á fjórðu hæð).

The Shining (1980) eftir Stanley Kubrick, byggð á samnefndri skáldsögu Stephen King, er víða ofarlega á listum yfir bestu hryllingsmyndir allra tíma. Ég horfi ekki á hryllingsmyndir - ég held mikið upp á The Shining. Ástæðan gæti verið sú að hún er ein af fáum myndum sem fjalla um hrylling ritstarfanna og einverunnar. 
Það hljómar í fyrstu eins og góð hugmynd að rithöfundurinn Jack grípi tækfærið og gerist gæslumaður afvikins hótels, og taki fjölskyldu sína með. Jack sér fyrir sér náðuga daga við ritvélina. En það er gömul saga að við fáum ekki flúið okkur sjálf og viðkvæmt geðið, þráhyggjan og alkóhólisminn fylgja Jack. Einhver staðar er öxi. 

Ég þorði fyrst að horfa á The Shining þegar ég var 18 ára og síðan hef ég séð hana 2-3 sinnum en aldrei í góðum gæðum á stóru tjaldi (fyrr en nú). Þau eru mörg atriðin í myndinni sem sækja á mann; óhugnaðurinn felst ekki í pyntingum og fjöldamorðum heldur þrúgandi andrúmslofti, óþægilega fallegum skotum og ágengri tónlist.

Jack Nicholson keyrir myndina áfram með offorsi og Shelley Duvall leikur ekki, hún einfaldlega ER og ótti hennar verður okkar ótti.

Arnar Már Arngrímsson
Formaður KvikYndis

Sýningartími: 144 mín
Mættu - Horfðu - Njóttu

Kvikyndi.is

Við erum hluti af Listasumri!
#listasumar #kvikyndi

Sjá nánar HÉR