Síðasta listasmiðjan í Rósenborg

Rannsóknarstofa hreyfingar & líkamstjáningar
16.-18. ágúst
Rósenborg, kl. 13-16
Kennari: Yuliana Palacios 

Rannsóknarstofa hreyfingar & er þriggja daga námskeið fyrir 13 til 18 ára unglinga þar sem nútímadans verður tengdur við aðrar listgreinar með hreyfingu. 

Hreyfingin verður könnuð með því að rýna í líkamstjáningu og merkingu hennar til dæmis með hjálp lita og tónlistar. Tilfinningar og áferðir auk skilningarvitanna allra verða einnig rannsökuð með dansi til að örva sköpun og ímyndunarafl þátttakenda.

Þátttökugjald 3.000 kr. (Takmarkaður fjöldi)
Skráning og nánari upplýsingar:
Yuliana Palacios
776-0539
yuls@hotmail.com

Ég er hluti af Listasumri!

Sjá nánar HÉR