Skáldaspjall

Gerður Kristný í skáldaspjalli
Fimmtudagurinn 6. júlí, kl. 16
Davíðshús
 
 
Þar er landið mitt ...

Skáldið Gerður Kristný les birt og óbirt ljóð og segir söguna að baki þeim í klukkutímalangri dagskrá í Davíðshúsi, fimmtudaginn 6. júlí kl.16. 

Gerður hefur m.a. samið skáldsögur og barnabækur en ljóðið hefur alltaf verið í öndvegi hjá henni, eða allt frá því að fyrsta bók hennar, Ísfrétt, kom út árið 1994. Gerður var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Höggstað árið 2007 og hlaut þau fyrir Blóðhófni árið 2010. Síðasta ljóðabók Gerðar var bálkurinn Drápa sem kom út árið 2014.

Dagskráin er hluti viðburðaraðarinnar Allar gáttir opnar, sem verður í Skáldahúsunum og víðar næstu mánuði. Föst dagskrá af ýmsu tagi er í Davíðshúsi á fimmtudögum kl.16, frá 6. júlí til 31. ágúst. 

Gott er að mæta tímanlega, tryggja sér sæti og njóta fegurðar og töfra Davíðshúss í leiðinni. 

Verið velkomin! 

Aðgangseyrir er kr. 1.400.- fyrir fullorðna (yfir 18 ára) 
Lífeyrirþegar greiða kr. 700 
Frítt fyrir börn

Árskort sem veitir aðgang að Skáldahúsunum, Minjasafninu og Gamla bænum í Laufási kostar kr. 3.000.- 

Dagskráin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Eyþings

Við erum hluti af Listasumri!
#listasumar
 
Sjá nánar HÉR