Flýtilyklar
ÞAÐ á Norðurslóð
The Thing from another world (1951)
Föstudagurinn 21. júlí
Norðurslóðasetrið, Strandgata 53
kl. 18:00
Það hefur ekkert vantað uppi á fjölbreytnina á kvikmyndasýningum Listasumars og KvikYndis. Áhorfendur sáu Star Wars og Tilsammans í Ketilhúsinu, The Shining í Rósenborg og Singin‘ in the Rain að dvalarheimilinu Hlíð. Nú er komið að „The Thing from Another World“ sígildri sci-fi mynd frá dögum kalda stríðsins.
Framandi loftfar hefur brotlent við herstöð á norðurskautslandinu. Frosið lík flugmannsins er flutt í stjórnstöð þar sem í ljós kemur að hann er ekki dauður úr öllum æðum.
Fátt er betra en að taka sér frí frá óbærilegum sumarhitanum á Íslandi og njóta kvikmynda í hálfrökkrinu.
Arnar Már Arngrímsson
Formaður KvikYndis
Sýningartími: 86 mín
Mættu - Horfðu - Njóttu
Kvikyndi.is
Við erum hluti af Listasumri!
#listasumar #kvikyndi
Sjá nánar HÉR
Leit

