Þriðju sumartónleikarnir í Akureyrarkirkju

Sumartónleikar í Akureyrarkirkju
Sunnudagurinn 16. júlí, kl: 17
Akureyrarkirkja
Aðgangur ókeypis

Sumartónleikar í Akureyrarkirkju fara fram alla sunnudaga í júlímánuði og er aðgangur ókeypis. Tónleikaröðin fagnar í ár 30 ára starfsafmæli og er næst elsta tónleikaröð landsins. 

Á þriðju tónleikum sumarsins kemur fram Blásaratríóið Aeolos ásamt orgelleikaranum Láru Bryndísi Eggertsdóttur og flytja þau endurreisnar og miðalda tónlist.
Styrktaraðilar tónleikaraðarinnar eru Sóknarnefnd Akureyrarkirkju, Héraðssjóður Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmis, Menningarsjóður Akureyrar og Tónlistarsjóður. Tónleikarnir eru hluti af Listasumri á Akureyri. 

Aelos skipa Jens Bauer (Sachbut og sleðatrompet), Regine Häußler (sópran og alt shawm) og Ingo Voelkner (sópran og alt shawm). Þau, ásamt Láru Bryndísi, orgelleikara, flytja tónlist frá miðöldum og endurreisnartímanum og tengist tónlistin siðaskiptunum. Blásturshljóðfærin sem leikið er á eru frá endurreisnartímabilinu. Sachbut mætti kalla endurreisnar básúnu en shawn endurreisnar óbó.
Tónlistin er eftir tónskáld á borð við Walter, Frescobaldi, Sweelinck og Kleber. 

Við erum hluti af Listasumri!
#listasumar

Sjá nánar HÉR