Til heiðurs Michael Nyqvist

Tilsammans
Föstudagurinn 30. júní
Listasafnið á Akureyri, Ketilhús
kl. 17:00

Nú hefur KvikYndið tekið upp samstarf við Listasumar og munum við standa fyrir sýningum á hverjum föstudegi kl. 17:00 í allt sumar.

Misjafnt er hvar sýningarnar fara fram en sú fyrsta verður í Ketilhúsinu.

Við hefjum þetta með sýningu myndarinnar Tilsammans eftir hinn frábæra sænska leikstjóra Lucas Moddysson. Myndin kom út árið 2000 en tveimur árum áður hafði Moddysson vakið heimsathygli fyrir myndina Fucking Åmål.

Einn af aðalleikurum myndarinnar er Michael Nyqvist sem lést nú í byrjun vikunnar og því þótti vel við hæfi að rifja upp stórgóða frammistöðu Michaels í hlutverki drykkju- og ofbeldismannsins Göran sem missir frá sér konu og börn og endurmetur í kjölfarið líf sitt.

Það er árið 1975 og kona Görans og börn eignast samastað í kommúnunni Tilsammans en þar ræður hippastemmningin ríkjum. Friðurinn og ástin rista þó ekki alltaf jafn djúpt og ýmsum spurningum um hippalífið er velt upp í myndinni.

Sýningartími: 103 mín
Mættu - Horfðu - Njóttu

Kvikyndi.is

Við erum hluti af Listasumri!
#listasumar #kvikyndi