Flýtilyklar
Beautiful $tuff í Kaktus
31.03.2015
Laugardaginn 4. apríl opnar listamaðurinn Victor Ocares sýninguna Beautiful $tuff í Kaktus í Listagilinu. Victor Ocares útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2013 og hefur verið iðinn við sýningarhald bæði á Íslandi og erlendis. Listsköpun hans er lituð dulhyggju sem leitar meðal annars fanga í heimspeki og vísindum.
Sýningin opnar kl. 16 og stendur opin fram á kvöld eða þangað til tónleikar Mafama hefjast í Kaktus kl. 21. Aðgangur er ókeypis.
Leit

