Fréttasafn

Frá sýningunni Samlífi.

Sýningum Heimis og Þóru lýkur á sunnudaginn

Framundan eru síðustu dagar sýninga Heimis Hlöðverssonar, Samlífi, og Þóru Sigurðardóttur, Tími – Rými – Efni, en báðum sýningum lýkur næstkomandi sunnudag.
Lesa meira
Allt til enda framundan

Allt til enda framundan

Framundan í september, október og nóvember eru þrjár ólíkar listvinnustofur þar sem börnum á grunnskólaaldri er boðið að vinna verk undir leiðsögn listafólksins Siggu Bjargar, Arnar Alexanders Ámundasonar og Ýrúrarí. Lögð er áhersla á að börnin taki virkan þátt í öllu ferlinu, frá því að leita sér innblásturs og skapa verkið í samstarfi við leiðbeinanda. Afraksturinn verður svo sýndur á sérstakri sýningu sem sett verður upp í lok hverrar listvinnustofu.
Lesa meira
James Merry.

Opnun á Akureyrarvöku

Á Akureyrarvöku, laugardaginn 30. ágúst, kl. 15 verða þrjár sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri: James Merry – Nodens, Sulis & Taranis, Ýmir Grönvold – Milli fjalls og fjöru og Valin verk fyrir sköpun og fræðslu – Margskonar II. Á opnun verður boðið upp á listamannaspjall með Ými Grönvold og leiðsögn með James Merry. Dagskrá dagsins lýkur með tónleikum Bjarna Bragasonar og Helgu Daggar Jónsdóttur kl. 18 í sal 11, þar sem þau flytja íslenskar dægurlagaperlur. Í tilefni Akureyrarvöku verður Listasafnið opið til kl. 22. Enginn aðgangseyrir.
Lesa meira
Kateřina Blahutová.

Kateřina Blahutová frumsýnir ljósverk á föstudagskvöldið

Föstudagskvöldið 29. ágúst kl. 20.30 verður ljósverkið Brot eftir tékknesku listakonuna Kateřina Blahutová frumsýnt á svölum Listasafnsins. Hægt verður að berja verkið augum til kl. 02 og svo aftur á laugardagskvöldinu kl. 20.30-02.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Sunnudaginn 24. ágúst kl. 11-12 mun Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri fræðslu og miðlunar, segja börnum og fullorðnum frá sýningu Margrétar Jónsdóttur, Kimarek - Keramik, og samsýningu norðlenskra listamanna, Mitt rými.
Lesa meira
Leiðsögn á laugardegi

Leiðsögn á laugardegi

Laugardaginn 23. ágúst kl. 15 verður boðið upp á leiðsögn um sýningu Margrétar Jónsdóttur, Kimarek - Keramik, og samsýningu norðlenskra listamanna, Mitt rými. Aðgangur er innifalinn í miðaverði Listasafnsins.
Lesa meira
Frá Margskonar I.

Þremur sýningum lýkur á sunnudaginn

Framundan eru síðustu dagar sýninga Emilie Palle Holm, Brotinn vefur, og Helgu Páleyjar Friðþjófsdóttur, Í fullri fjöru, auk fræðslusýningarinnar Margskonar I. Sýningunum lýkur öllum næstkomandi sunnudag.
Lesa meira
A! Gjörningahátíð kallar eftir gjörningum

A! Gjörningahátíð kallar eftir gjörningum

A! Gjörningahátíð kallar eftir gjörningum eða hugmyndum frá listafólki úr öllum listgreinum og öðrum áhugasömum um hátíðina, sem fram fer 9.-12. október næstkomandi. Valið verður úr innsendum hugmyndum og fá þátttakendur greiddar 80.000 krónur í þóknun. Áhugasamir eru beðnir um að senda umsókn á umsokn@listak.is ásamt textalýsingu á hugmynd og sýnishorni í myndformi af fyrri verkum. Umsóknarfrestur er til og með 22. ágúst næstkomandi.
Lesa meira
Drengurinn fengurinn

Mysingur 10 á laugardaginn

Laugardaginn 19. júlí kl. 15 verður Mysingur 10 haldinn á útisvæði Listasafnins. Tónleikarnir fara fram á lokadegi Listasumars 2025 og fram koma Bjarni Daníel og Drengurinn fengurinn. Enginn aðgangseyrir er á tónleikana og hægt verður að kaupa veitingar frá Ketilkaffi á svæðinu. Tónleikarnir eru hluti af Listasumri 2025 og unnir í samstarf Listasafnsins á Akureyri og Akureyrarbæjar.
Lesa meira
Hekla Björt Helgadóttir.

Hekla Björt með gjörning á Listasumri

Laugardaginn 12. júlí kl. 15 verður boðið upp á gjörning Heklu Bjartar Helgadóttur í Listasafninu í tengslum við þátttöku hennar í samsýningu norðlenskra listamanna, Mitt rými. Viðburðurinn er hluti af Listasumri á Akureyri.
Lesa meira