Flýtilyklar
Fréttasafn
Síðasti Þriðjudagsfyrirlestur ársins: Ragnheiður Björk Þórsdóttir
29.10.2025
Þriðjudaginn 4. nóvember kl. 16.15 heldur Ragnheiður Björk Þórsdóttir, textíllistamaður, síðasta Þriðjudagsfyrirlestur ársins undir yfirskriftinni Að byggja stafræna textílbrú milli fortíðar og framtíðar. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Þriðja og síðasta vinnustofa Allt til enda
28.10.2025
Þriðja og síðasta vinnustofan í verkefninu Allt til enda fer fram 8. og 9. nóvember næstkomandi í Listasafninu á Akureyri. Þá mun listakonan og hönnuðurinn Ýrúrarí bjóða börnum í 3.-6. bekk að skoða ólíkar leiðir til að glæða nýju lífi í textílefni og flíkur sem fólk er hætt að nota. Grunnur vinnustofunnar byggir á handverksaðferðum sem skapa rými fyrir sköpun og tjáningu með textíl. Vinnustofunni lýkur með sýningu í Listasafninu sem þátttakendur skipuleggja sjálfir og stendur til 7. desember.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Elín Berglind Skúladóttir
25.10.2025
Þriðjudaginn 28. október kl. 16.15 heldur Elín Berglind Skúladóttir, sjónlistakennari og listakona, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu undir yfirskriftinni Að ná tökum á tækni. Þar mun hún fjalla um leirlífið, námskeiðin, myndlistarkennsluna, Þúfu46 og framhaldið. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn
22.10.2025
Sunnudaginn 26. október kl. 11-12 mun Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri fræðslu og miðlunar, segja börnum og fullorðnum frá sýningum Barbara Long, Himnastigi, og Bergþórs Morthens, Öguð óreiða. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum sýninganna.
Lesa meira
Leiðsögn á laugardegi
22.10.2025
Laugardaginn 25. október kl. 15 verður boðið upp á leiðsögn um þrjár sýningar; Himnastigi - Barbara Long, Öguð óreiða - Bergþór Morthens og Femina Fabula - Sýndarveruleiki. Aðgangur er innifalinn í miðaverði Listasafnsins.
Lesa meira
Boreal hefst á föstudaginn
20.10.2025
Dansvídeóhátíðin Boreal hefst í Listasafninu föstudagskvöldið 24. október kl. 20. Þetta er í sjötta sinn sem hátíðin er haldin og fara sýningarnar fram í Listasafninu, Mjólkurbúðinni, Deiglunni og Kaktus. Allir viðburðir eru opnir gestum að kostnaðarlausu og dagskrána má nálgast á samfélagsmiðlum og heimasíðum Boreal og Listasafnsins.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Jón Haukur Unnarsson
16.10.2025
Þriðjudaginn 21. október kl. 16.15 heldur Jón Haukur Unnarsson, tónlistarmaður, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu undir yfirskriftinni Mannfólkið breytist í slím. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Vel heppnuð A! að baki
13.10.2025
A! Gjörningahátíð fór fram á Akureyri um helgina í Listasafninu á Akureyri, Hofi, Deiglunni og Mjólkurbúðinni. Fjölbreyttir gjörningar og leikhústengd verk af öllum toga voru á dagskránni. Einnig var haldin gjörningasmiðja fyrir ungmenni á aldrinum 12-18 ára í umsjón Arnar Alexanders Ámundasonar þar sem saga gjörningalistar var skoðuð og gerðar spennandi tilraunir með miðilinn.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Pierre Leichner
11.10.2025
Þriðjudaginn 14. október kl. 16.15 heldur kanadíski myndlistarmaðurinn Pierre Leichner Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Outsider Arts and Arts Outside. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
A! Gjörningahátíð hafin
11.10.2025
A! Gjörningahátíð hófst í gærkvöldi í Deiglunni með gjörningi Árna Vil og Lísöndru Týru Jónsdóttur, Mötuð. Að honum loknum tóku við gjörningar Marte Dahl, Paper Cut, og Áka Frostasonar og Andro Manzoni, Takovo je Vrime, sem fram fóru í Listasafninu. A! er fjögurra daga alþjóðleg gjörningahátíð sem haldin er árlega, nú í ellefta sinn, og stendur fram á sunnudag. Ókeypis er inn á alla viðburði.
Lesa meira
Leit