Flýtilyklar
Fréttasafn
Leiðsögn á laugardag og sunnudag
22.04.2025
Laugardaginn 26. apríl kl. 15 verður boðið upp á almenna leiðsögn um sýningar Emilie Palle Holm, Brotinn vefur, og Helgu Páleyjar Friðþjófsdóttur, Í fullri fjöru. Jafnframt verður fjölskylduleiðsögn í boði um sýningarnar daginn eftir, sunnudaginn 27. apríl kl. 11-12. Aðgangur að fjölskylduleiðsögninni er ókeypis í boði Norðurorku og að henni lokinni er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum sýninganna. En aðgangur að almennu leiðsögninni er innifalinn í aðgöngumiða á safnið.
Lesa meira
Opin smiðja á fimmtudaginn
22.04.2025
Sumardaginn fyrsta, 24. apríl, kl. 12-15 verður boðið upp á opna listsmiðju fyrir alla aldurshópa í Listasafninu. Tilvalið tækifæri til að skapa sitt eigið listaverk og njóta samveru. Alls konar efniviður verður á staðnum og öll velkomin. Verkefnið er hluti af Barnamenningarhátíð á Akureyri og aðgangur að safninu er ókeypis í tilefni Eyfirska safnadagsins.
Lesa meira
Opið alla páskahátíðina
15.04.2025
Listasafnið á Akureyri verður að venju opið alla páskahátíðina á hefðbundnum opnunartíma kl. 12-17, en nú standa yfir átta sýningar í tólf sölum safnsins. Laugardaginn 19. apríl kl. 11-12 verður einnig verður boðið upp fjölskyldujóga undir yfirskriftinni Á haus í Listasafninu. Viðburðurinn er hluti af Barnamenningarhátíð og er ókeypis aðgangur, en skráning nauðsynleg á heida@listak.is. Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir, jógakennari og hljóðheilari, býður þá fjölskyldur velkomnar í samverustund þar sem hún fléttar saman fjölskyldujóga og skynjun í núvitund með listrænu ívafi.
Lesa meira
Fjölskyldujóga í Listasafninu
10.04.2025
Laugardaginn 19. apríl kl. 11-12 verður boðið upp á fjölskyldujóga í Listasafninu undir yfirskriftinni Á haus í Listasafninu. Viðburðurinn er hluti af Barnamenningarhátíð og er ókeypis aðgangur, en skráning nauðsynleg á heida@listak.is. Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir, jógakennari og hljóðheilari, býður fjölskyldur velkomnar í samverustund þar sem hún fléttar saman fjölskyldujóga og skynjun í núvitund með listrænu ívafi.
Lesa meira
„Umsóknarfrestur er til 9. apríl“
02.04.2025
„Listasafnið á Akureyri hefur frá 2015 sett upp samsýningu á verkum norðlenskra listamanna annað hvert ár og nú er því komið að sjötta tvíæringnum,“ segir Freyja Reynisdóttir, verkefnastjóri sýninga hjá Listasafninu.
Lesa meira
Tólf tóna kortérið á laugardaginn
02.04.2025
Laugardaginn 5. apríl verður Tólf tóna kortérið á dagskrá í sal 04 í Listasafninu. Þá mun Þorsteinn Jakob Klemenzson frumflytja eigið spunaverk, Óreiða, fyrir rafgítar og teiknivél. Í verkinu leitar Þorsteinn Jakob að tengslum þess mannlega og tölvugerða. Á meðan hann spinnur rafgítarverk mun tölva teikna upp tónlistina á myndrænan hátt og sameina mannlega sköpun við tölvustýrða óreiðu.
Lesa meira
Á haus í Listasafninu
27.03.2025
Laugardaginn 5. apríl kl. 11-12 býður Þuríður Helga Kristjánsdótttir, jóga- og núvitundarkennari, býður börnum og fjölskyldum þeirra að stíga út úr amstri dagsins, upplifa Listasafnið á nýjan og meðvitaðri hátt og njóta samveru í skapandi og rólegu umhverfi.
Lesa meira
Sjónarafl – þjálfun í myndlæsi
22.03.2025
Listasafn Íslands í samstarfi við Listasafnið á Akureyri býður upp á námskeið fyrir kennara í aðferðum Sjónarafls – þjálfunar í myndlæsi. Námskeiðið verður haldið í Listasafninu á Akureyri, þriðjudaginn 25. mars kl. 14-16 og miðvikudaginn 26. mars kl. 09-11 og kl. 11.30-13.30.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Sjónarafl – þjálfun í myndlæsi, brú inn í skólakerfið
22.03.2025
Þriðjudaginn 25. mars kl. 17-17.40 halda Ragnheiður Vignisdóttir, fræðslu- og útgáfustjóri, og Ingibjörg Hannesdóttir, sérfræðingur fræðslu og miðlunar, hjá Listasafni Íslands síðasta Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins í Listasafninu undir yfirskriftinni Sjónarafl – þjálfun í myndlæsi, brú inn í skólakerfið.
Lesa meira
Tvær opnanir á laugardaginn
21.03.2025
Laugardaginn 22. mars kl. 15 verða sýningar Emilie Palle Holm, Brotinn vefur, og Helgu Páleyjar Friðþjófsdóttur, Í fullri fjöru, opnaðar í Listasafninu á Akureyri. Á opnun verður listamannaspjall með Emilie kl. 15.45 og leiðsögn með Helgu Páleyju kl. 16.15.
Lesa meira
Leit

