Fréttasafn

Áki Frostason og Andro Manzoni.

A! Gjörningahátíð fer fram 9.-12. október

A! Gjörningahátíð fer fram á Akureyri 9.-12. október næstkomandi. A! er fjögurra daga alþjóðleg gjörningahátíð sem haldin er árlega, nú í ellefta sinn, og er ókeypis inn á alla viðburði.
Lesa meira
Allt til enda framundan

Allt til enda framundan

Önnur vinnustofa í verkefninu Allt til enda fer fram dagana 11. og 12. október næstkomandi. Þá mun Örn Alexander Ámundason, myndlistarmaður, bjóða börnum í 7.-10. bekk að skoða sögu gjörningalistar og gera spennandi tilraunir með miðilinn. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Tólf tóna kortérið: Diana Sus

Tólf tóna kortérið: Diana Sus

Tólf tóna kortérið hefst á nýjan leik í Listasafninu á Akureyri næstkomandi laugardag, 4. október, kl. 15-15.15 og kl. 16-16.15. Þá mun lettneska listakonan Diana Sus frumflytja eigið spunaverk, Glit sálarinnar. Sus er þverfagleg listakona frá Lettlandi sem útskrifaðist úr skapandi deild Tónlistarskóla Akureyrar vorið 2020. Hún blandar gjarnan saman tónlist, ljóðum og leiklist og er þekkt fyrir indie-pop kvennabandið sitt Sus Dungo, sem hún lýsir sem blöndu af indie, kvikmyndatónlist og frelsi. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Kristján Ingimarsson.

Þriðjudagsfyrirlestur: Kristján Ingimarsson

Þriðjudaginn 30. september kl. 16.15 heldur Kristján Ingimarsson fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur haustsins í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Tilurð Femina Fabula. Þar mun hann fjalla um sýndarveruleika innsetninguna Femina Fabula, sem nú stendur yfir í Listasafninu, listrænt samstarf og vinnuaðferðir. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Óli G. Jóhannsson.

Fimm sýningar opnaðar á laugardaginn

Laugardaginn 27. september kl. 15 verða fimm sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri: Óli G. Jóhannsson – Lífsins gangur, Bergþór Morthens – Öguð óreiða, Barbara Long – Himnastigi, Sigurd Ólason – DNA afa og sýndarveruleika innsetningin Femina Fabula. Á opnun verður boðið upp á listamannaspjall með Bergþóri Morthens og Barbara Long auk þess sem Kristján Ingimarsson verður með kynningu á Femina Fabula.
Lesa meira
Barbara Long.

Skapandi vinnustofa með Barbara Long

Mánudaginn 29. september kl. 16-18 verður boðið upp á tilraunakennda og skapandi vinnustofu með bresku myndlistarkonunni og meðferðaraðilanum Barbara Long. Vinnustofan ber yfirskriftina The Cloth that Binds og fer fram á ensku. Aðeins er pláss fyrir 12 fullorðna og er þátttökugjaldið 8.000 kr. Skráning fer fram á heida@listak.is.
Lesa meira
James Merry - Nodens.

Leiðsagnir um helgina

Laugardaginn 20. september kl. 15 verður boðið upp á almenna leiðsögn um sýningar James Merry, Nodens, Sulis & Taranis, og Ýmis Grönvold, Milli fjalls og fjöru. Jafnframt verður fjölskylduleiðsögn um sýningarnar í boði daginn eftir, sunnudaginn 21. september kl. 11-12. Aðgangur að almennu leiðsögninni er innifalinn í aðgöngumiða á safnið, en aðgangur að fjölskylduleiðsögninni er ókeypis í boði Norðurorku og að henni lokinni er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum sýninganna.
Lesa meira
Margrét Jónsdóttir.

Leiðsögn með Margréti Jónsdóttur

Laugardaginn 13. september kl. 15 verður boðið upp á leiðsögn með Margréti Jónsdóttur um sýningu hennar, Kimarek–Keramik, í Listasafninu á Akureyri. Sýningunni lýkur 28. september næstkomandi.
Lesa meira
Frá sýningunni Samlífi.

Sýningum Heimis og Þóru lýkur á sunnudaginn

Framundan eru síðustu dagar sýninga Heimis Hlöðverssonar, Samlífi, og Þóru Sigurðardóttur, Tími – Rými – Efni, en báðum sýningum lýkur næstkomandi sunnudag.
Lesa meira
Allt til enda framundan

Allt til enda framundan

Framundan í september, október og nóvember eru þrjár ólíkar listvinnustofur þar sem börnum á grunnskólaaldri er boðið að vinna verk undir leiðsögn listafólksins Siggu Bjargar, Arnar Alexanders Ámundasonar og Ýrúrarí. Lögð er áhersla á að börnin taki virkan þátt í öllu ferlinu, frá því að leita sér innblásturs og skapa verkið í samstarfi við leiðbeinanda. Afraksturinn verður svo sýndur á sérstakri sýningu sem sett verður upp í lok hverrar listvinnustofu.
Lesa meira