Fréttasafn

Katrin Hahner.

Gjörningur og listamannaspjall á laugardaginn

Laugardaginn 28. júní verður mikið um að vera á Listasafninu á Akureyri þar sem boðið verður upp á listamannaspjall við Þóru Sigurðardóttur kl. 15 undir stjórn Ann-Sofie N. Gremaud, en klukkan 14 sýnir Katrin Hahner gjörning í tengslum við þátttöku hennar í samsýningu norðlenskra listamanna, Mitt rými.
Lesa meira
Þóra Sigurðardóttir.

Listamannaspjall með Þóru Sigurðardóttur

Laugardaginn 28. júní kl. 15 verður boðið upp á listamannaspjall með Þóru Sigurðardóttur um sýningu hennar Tími – Rými – Efni, sem opnuð var 17. maí síðastliðinn og stendur til 7. september. Stjórnandi er Ann-Sofie Gremaud, listfræðingur.
Lesa meira
Hundakvöld í Listasafninu

Hundakvöld í Listasafninu

Fimmtudaginn 12. júní mun Listasafnið á Akureyri í fyrsta sinn bjóða hunda velkomna í sérstaka kvöldopnun ásamt eigendum sínum. Opið verður frá kl. 19 til 22 og ókeypis inn fyrir eigendur í fylgd hunda. Léttar veitingar í boði fyrir fjórfætlinga og fyrstu gestir fá óvæntan glaðning. Á Ketilkaffi verður hægt að kaupa sérstakar veitingar fyrir besta vininn.
Lesa meira
Margrét Jónsdóttir.

Opnun fimmtudagskvöldið 5. júní

Fimmtudagskvöldið 5. júní kl. 20-22 verða tvær sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri: Samsýning norðlenskra listamanna, Mitt rými, og yfirlitssýning á verkum Margrétar Jónsdóttur, Kimarek – Keramik. Boðið verður upp á listamannaspjall með Margréti kl. 20.45 og leiðsögn um Mitt rými með Katrínu Björgu Gunnarsdóttur, sýningarstjóra, kl. 21.15.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Sunnudaginn 25. maí kl. 11-12 mun Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri fræðslu og miðlunar, segja börnum og fullorðnum frá sýningunum Þóru Sigurðardóttur, Tími - Rými - Efni, og Heimis Hlöðverssonar, Samlífi. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum sýningarinnar.
Lesa meira
Almenn leiðsögn á laugardaginn

Almenn leiðsögn á laugardaginn

Laugardaginn 24. maí kl. 15 verður boðið upp á leiðsögn um tvær sýningar: Tími-Rými-Efni - Þóra Sigurðardóttir og Samlífi - Heimir Hlöðversson. Aðgangur er innifalinn í miðaverði Listasafnsins.
Lesa meira
Alþjóða safnadagurinn: „Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum“

Alþjóða safnadagurinn: „Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum“

Sunnudaginn 18. maí næstkomandi verður Alþjóðlegi safnadagurinn 2025 haldinn hátíðlegur undir yfirskriftinni Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum. Af því tilefni verður ókeypis inn á Listasafnið á Akureyri.
Lesa meira
Þóra Sigurðardóttir.

Tvær sýningar opnaðar á laugardaginn

Laugardaginn 17. maí kl. 15 verða sýningar Heimis Hlöðverssonar, Samlífi, og Þóru Sigurðardóttur, Tími – Rými – Efni, opnaðar í Listasafninu á Akureyri. Á opnunardegi verður leiðsögn með Heimi kl. 15.45.
Lesa meira
Margrét Jónsdóttir.

Listasafnið óskar eftir listmunum

Listasafnið á Akureyri opnar yfirlitssýningu á verkum Margrétar Jónsdóttur, leirlistakonu, þann 5. júní næstkomandi, en hún fagnar 40 ára starfsafmæli um þessar mundir. Á sýningunni verða sýndir fjölbreyttir listmunir frá ferli Margrétar og óskar Listasafnið eftir samstarfi við almenning um lán á einstaka munum. Þeir mega vera af öllum stærðum og gerðum, jafnvel slitnir og skörðóttir af langri notkun ef svo ber undir. Munirnir verða settir saman í eina innsetningu og er ætlað að spanna tímabilið frá upphafi ferilsins til dagsins í dag.
Lesa meira
Frá sýningu Huldu Vilhjálmsdóttur, Huldukona.

Listasafnið opið á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks

Listasafnið á Akureyri er opið á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks, 1. maí, á hefðbundnum tíma kl. 12-17. Þá gefst gestum kostur á að sjá samtals sjö sýningar í níu sölum.
Lesa meira