A! Gjörningahátíð hafin

A! Gjörningahátíð hafin
Árni Vil og Lísandra Týra Jónsdóttir.

A! Gjörningahátíð hófst í gærkvöldi í Deiglunni með gjörningi Árna Vil og Lísöndru Týru Jónsdóttur, Mötuð. Að honum loknum tóku við gjörningar Marte Dahl, Paper Cut, og Áka Frostasonar og Andro Manzoni, Takovo je Vrime, sem fram fóru í Listasafninu.

A! er fjögurra daga alþjóðleg gjörningahátíð sem haldin er árlega, nú í ellefta sinn, og stendur fram á sunnudag. Ókeypis er inn á alla viðburði.

HÉR má sjá dagskrána.