Flýtilyklar
Þriðja og síðasta vinnustofa Allt til enda
Þriðja og síðasta vinnustofan í verkefninu Allt til enda fer fram 8. og 9. nóvember næstkomandi í Listasafninu á Akureyri. Þá mun listakonan og hönnuðurinn Ýrúrarí bjóða börnum í 3.-6. bekk að skoða ólíkar leiðir til að glæða nýju lífi í textílefni og flíkur sem fólk er hætt að nota. Grunnur vinnustofunnar byggir á handverksaðferðum sem skapa rými fyrir sköpun og tjáningu með textíl. Vinnustofunni lýkur með sýningu í Listasafninu sem þátttakendur skipuleggja sjálfir og stendur til 7. desember.
Ýr Jóhannsdóttir lærði textílhönnun í Myndlistaskólanum í Reykjavík og Glasgow School of Art og kláraði meistaranám í listkennslu við Listaháskóla Íslands haustið 2021. Ýr vinnur að mestu undir listamannanafninu Ýrúrarí þar sem hversdagurinn, endurvinnsla og húmor mætast í persónugerðum peysum. Skapandi fataviðgerðarsmiðjur hennar hafa vakið verðskuldaða athygli og verk hennar má sjá í ýmsum safneignum víða um heim.
Aldur: 3.-6. bekkur.
Tímasetning: 8.- 9. nóvember kl. 11-14 báða dagana.
Staðsetning: Safnfræðslurými Listasafnsins á Akureyri.
Þátttakendur: 10 börn.
Þátttökugjald: Ekkert en skráning nauðsynleg.
Skráning: Tekið er á móti skráningum frá 29. október á netfangið heida@listak.is.
Leit