A! Gjörningahátíð kallar eftir gjörningum

A! Gjörningahátíð kallar eftir gjörningum eða hugmyndum frá listafólki úr öllum listgreinum og öðrum áhugasömum um hátíðina, sem fram fer 9.-12. október næstkomandi. Valið verður úr innsendum hugmyndum og fá þátttakendur greiddar 80.000 krónur í þóknun. Áhugasamir eru beðnir um að senda umsókn á umsokn@listak.is ásamt textalýsingu á hugmynd og sýnishorni í myndformi af fyrri verkum. Umsóknarfrestur er til og með 22. ágúst næstkomandi.

A! Performance Festival announces an open call for the 11th festival which will take place October 8th – 11th 2025. We call for ideas from performers, actors, dancers, visual artists and others interested in contributing to the festival. Artists who are selected for participation will receive a commission of 80.00 ISK. Those interested are asked to send their application to umsokn@listak.is along with a description of their idea and a visual sample of their earlier work, no later than August 22nd, 2025. 

A! er fjögurra daga alþjóðleg gjörningahátíð sem nú er haldin í ellefta sinn. Í ár verður sú nýjung á boðstólnum að boðið verður upp á gjörningasmiðju fyrir yngri kynslóðina og afraksturinn sýndur á síðasta degi hátíðarinnar.

A! is an annual four-day international performance festival that takes place in Akureyri. This year, a new feature on the program will be a performance workshop for the younger generation, with the results being shown on the last day of the festival.

Hátíðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Leikfélags Akureyrar, Menningarhússins Hofs, Gilfélagsins, Myndlistarfélagsins, Vídeólistahátíðarinnar Heim og Listnámsbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri.

The festival is a collaboration between Akureyri Art Museum, Akureyri Theater, Hof Cultural Center, The Gil Society, Akureyri Visual Artists Association, The Video-festival Heim and Visual Art Department of Akureyri Comprehensive College. 

Á hverju ári breytist Akureyri í suðupott spennandi gjörninga og leikhústengdra verka af öllum toga. Þátttakendur eru ungir og upprennandi listamenn, ásamt reyndum og vel þekktum gjörningalistamönnum, dans- og leikhúsfólki. Á meðal þeirra sem komið hafa fram á hátíðinni eru Sigurður Guðmundsson, Gjörningaklúbburinn, Hildur Hákonardóttir, Rúrí, Theatre Replacement, Katrín Gunnarsdóttir, Listahópurinn Kaktus, Curver Thoroddsen, Tales Frey, Anna Richardsdóttir, Hekla Björt Helgadóttir, Yuliana Palacios, Egill Logi Jónasson og Halldór Ásgeirsson. Að venju verður frítt inn á alla viðburði hátíðarinnar.

Every year the festival turns Akureyri into a bustling cauldron of exciting performances and theater-based projects of various kinds. Participants are young up-and-coming artists and theater professionals. Amont those who have participated are Sigurður Guðmundsson, Icelandic Love Corporation, Hildur Hákonardóttir, Rúrí, Theatre Replacement, Katrín Gunnarsdóttir, Kaktus artist group, Curver Thoroddsen, Tales Frey, Anna Richardsdóttir, Hekla Björt Helgadóttir, Yuliana Palacios, Egill Logi Jónasson and Halldór Ásgeirsson. As usual admission is free of charge.