Detel Aurand | Claudia Hausfeld

Detel Aurand | Claudia Hausfeld
Samskipti
28.09.2024 – 12.01.2025
Salur 01

Milliloft er sýningarverkefni sem byggir á viðvarandi póstsendingum á listaverkum á milli listamannanna Claudia Hausfeld (f. 1980) og Detel Aurand (f. 1958), stýrt af Katharina Wendler. Þau þrjú hafa öll sterk tengsl við Ísland, hafa búið hér og unnið til margra ára og hafa rannsakað hina svæðisbundnu listasenu ofan í kjölinn. Síðan 2017 hafa listamennirnir tveir skipst á teikningum, málverkum, klippimyndum, ljósmyndum og hlutum í póstsendingum, þar sem

þeir fjalla um málefni tengd eyjalífi hér og þar, í fortíð og nútíð.

Í gegnum árin hafa þessi samskipti liðast í gegnum fjölmarga liti, efni og hugmyndir. Þessi sýning safnar saman ummerkjum þessa samtals og útvíkkar til gesta sýningarinnar. Með því að fella valda, fundna hluti úr þessu samtali inn í stóra innsetningu, tekur sýningin á spurningum um listræna samvinnu og vinnu einstaklinga, nánd og fjarlægð, miðju og ytri mörk, sameiginlega eiginleika og aðgreiningu. 

Sýningarstjóri: Katharina Wendler.