SIGURD ÓLASON



Sigurd Ólason
DNA afa
27.09.2025 – 18.01.2026
Salur 03

Sigurd Ólason er fæddur í Kaupmannahöfn 2003 og hefur verið skapandi frá unga aldri. Þátttaka í námskeiðum hjá Louisiana listasafninu, listræn tilraunastarfsemi og áhrif frá afa hans, myndlistarmanninum Óla G. Jóhannssyni, hafa leitt hann í átt að abstrakt list.

Málverk hans eru sprottin frá innsæi. Pensilstrokurnar eru milliliðalaus viðbrögð við tilfinningum og reynslu. Ferlið er einskonar jafnvægi milli sjálfsprottinnar tjáningar og djúprar ígrundunar. Þótt verkin endurspegli áhrif frá abstrakt expressionisma og Bauhaus, umbreyta þau þessum áhrifum yfir í eitthvað persónulegt og samtímalegt. Málverkin eru bæði persónuleg og opin. Þau eiga rætur að rekja í lífsreynslu, en eru þó laus við fastmótun, og bjóða áhorfandanum uppá samtal og eigin túlkun.