Flýtilyklar
Fréttasafn
Listasafnið þátttakandi í Frönsku kvikmyndahátíðinni
14.02.2023
Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri hófst í síðustu viku. Listasafnið tekur þátt og býður upp á lokamynd hátíðarinnar, heimildamyndina Les Invisibles frá 2012 í leikstjórn Sébastien Lifshitz, sunnudaginn 19. febrúar kl. 15. Ókeypis aðgangur og engin skráning. Enskur texti. Lengd: 115 mínútur. Léttar veitingar.
Lesa meira
Samstarf við Hlíð
10.02.2023
Starfsmenn Listasafnsins settu upp sýningu á Hjúkrunarheimilinu Hlíð í vikunni. Formleg opnun verður í dag kl. 14 og eru allir velkomnir. Samstarf við ólíka hópa er mikilvægur þáttur í starfsemi Listasafnsins. Sífellt er leitað leiða til að útvíkka starfsemina og gera safneignina aðgengilega öllum aldurshópum.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestri frestað
10.02.2023
Fyrirhuguðum Þriðjudagsfyrirlestri sem Stefán Þór Sæmundsson, rithöfundur og íslenskukennari, átti að halda næstkomandi þriðjudag, 14. febrúar hefur verið frestað. Fyrirlesturinn mun þess í stað fara fram þriðjudaginn 21. mars.
Lesa meira
Að rækta hrifnæmið
03.02.2023
Þriðjudaginn 7. janúar kl. 17-17.40 heldur myndlistarkonan Agnes Ársæls Þriðjudagsfyrirlestur undir yfirskriftinni Að rækta hrifnæmið. Í fyrirlestrinum mun Agnes leggja áherslu á ferli og vinnuaðferðir í eigin listsköpun í tengslum við valin verk. Einnig mun hún ræða reynslu sína af samstarfi við aðra listamenn og mikilvægi þess að hrífast í daglegu lífi.
Lesa meira
Fjölbreytt 30 ára afmælisár framundan
01.02.2023
Á kynningarfundi sem haldinn var í Listasafninu á Akureyri fyrr í dag var dagskrá ársins 2023, ný árbók og komandi starfsár kynnt. Listasafnið fagnar í ár 30 ára afmæli sínu með alls 23 sýningum. Árbók safnsins er nú öllum aðgengileg og gjaldfrjáls í anddyri safnsins auk valdra staða á Akureyri og víðar.
Lesa meira
Tvær opnanir á laugardaginn
31.01.2023
Laugardaginn 4. febrúar kl. 15 verður opnuð sýning á verki Ragnars Kjartanssonar, Gestirnir / The Visitors í Listasafninu á Akureyri. Jafnframt verður opnuð safnsýningin Ný og splunkuný, en þar má sjá nýleg verk úr safneign Listasafnsins.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Samstarf samlímdra hjóna
26.01.2023
Þriðjudaginn 31. janúar kl. 17-17.40 halda listahjónin Elfar Logi Hannesson og Marsibil G. Kristjánsdóttir Þriðjudagsfyrirlestur undir yfirskriftinni Samstarf samlímdra hjóna. Þar munu þau fjalla um samstarf sitt í leiklistinni. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Afmæli – opið fyrir umsóknir
24.01.2023
Listasafnið á Akureyri efnir til sýningar á verkum eftir norðlenska myndlistarmenn 2. júní-24. september 2023 og hefur verið opnað fyrir umsóknir. Að þessu sinni skulu myndlistarmennirnir vinna með þemað, Afmæli, í verkum sínum.
Lesa meira
Guðmundur Ármann heldur fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur ársins
20.01.2023
Þriðjudaginn 24. janúar kl. 17-17.40 heldur Guðmundur Ármann Sigurjónsson, myndlistarmaður, fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur ársins undir yfirskriftinni Galdurinn í þrykkinu. Þar mun hann fjalla um upphaf grafíkur á Íslandi og hvenær fjölföldun hófst á myndum eftir höfunda sem vinna þær í myndmót. Einnig ræðir hann stöðu grafíkur í dag. Enginn aðgangseyrir er á fyrirlesturinn.
Lesa meira
Opið grafíkverkstæði í Deiglunni
18.01.2023
Í tengslum við sýninguna Solander 250: Bréf frá Íslandi verður Gilfélagið með opið grafíkverkstæði í Deiglunni næstkomandi laugardag og sunnudag, 21. og 22. janúar, kl. 13-18. Leiðsögn veitir Guðmundur Ármann Sigurjónsson, myndlistarmaður. Enginn aðgangseyrir.
Lesa meira