Flýtilyklar
Fréttasafn
Einfaldlega gaman í Listasafninu – Fræðsluleikur
15.12.2023
Nú býður Listasafnið upp á fræðsluleik um sýninguna Einfaldlega einlægtundir yfirskriftinni Einfaldlega gaman. Tilvalið tækifæri fyrir börn og fullorðna til að staldra við, eiga samtal um myndlist og uppgötva eitthvað nýtt.
Lesa meira
Örleiðsögn og Tólf tónar
06.12.2023
Laugardaginn 9. desember verður frítt inn á Listasafnið á Akureyri og boðið upp á tvo viðburði. Klukkan 14-14.40 fer fram örleiðsögn um allar níu sýningar safnsins sem nú standa yfir. Þar munu Hlynur Hallsson, safnstjóri, og fræðslufulltrúarnir Guðrún Pálína Guðmundsdóttir og Heiða Björk Vilhjálmsdóttir segja frá sýningunum og spjalla um verkin. Klukkan 15-15.15 og 16-16.15 verður Tólf tóna kortérið á dagskrá. Þar stígur tónlistarfólkið Sóley Björk Einarsdóttir, Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir og Emil Þorri Emilsson á stokk og flytja jólalega tóna á trompet, selló og slagverk. Á dagskrá verða gömul frönsk jólalög auk þess sem nýtt jólalag eftir Steinunni, Jól í hjarta, verður frumflutt.
Lesa meira
Tvær opnanir á laugardaginn
27.11.2023
Laugardaginn 2. desember kl. 15 verða tvær sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri, annars vegar sýning Sigurðar Guðjónssonar, Hulið landslag, og hins vegar sýningin Safn: Hildigunnur Birgisdóttir og verk úr safneign. Á opnunardegi kl. 15.40 verður listamannaspjall um báðar sýningar.
Lesa meira
Allt til enda í Listasafninu
24.11.2023
Um síðustu helgi fór fram í Listasafninu á Akureyri listvinnustofa í verkefninu Allt til enda. Friðrik Steinn Friðriksson, vöru- og upplifunarhönnuður, bauð ungmennum á aldrinum 12 til 15 ára að skapa módel af húsgögnum sem bæði eru mini útgáfa af venjulegum hlutum og skref í átt að því að smíða í fullri stærð. Unnið var í skala og efni sem auðvelt er að yfirfæra og stuðst við fagurfræði Enzo Mari og Rietveld.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn og endurvinnslusmiðja
21.11.2023
Sunnudaginn 26. nóvember kl. 11-12 mun Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segja börnum og fullorðnum frá samsýningunni Hringfarar, en þar má sjá verk Guðjóns Ketilssonar, Sólveigar Aðalsteinsdóttur, Elsu Dórótheu Gísladóttur og Guðrúnar Hrannar Ragnarsdóttur. Í tilefni Nýtniviku verður boðið upp á endurvinnslusmiðju að lokinni leiðsögn, þar sem áhersla er lögð á að gefa hlutum framhaldslíf með því að endurnota og endurvinna ýmiskonar umbúðir.
Lesa meira
Síðasti Þriðjudagsfyrirlestur ársins
20.11.2023
Þriðjudaginn 21. nóvember kl. 17-17.40 heldur bandaríska myndlistarkonan Zoe Chronis og þýski arkitektinn og myndskreytarinn Rainer Fischer sameiginlegan Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri. Þar mun Chronis fjalla um stafræna klippingu sem aðeins er hægt að framkvæma með MiniDV upptökuvél. Þessa aðferð notar hún til að taka upp myndbandsdagbækur þar sem upptaka nýrrar færslu eyðileggur fyrri færslu. Verk Chronis fela oft í sér gallaðan myndbandsbúnað og klippingu, sem gerir mörkin milli ásetnings og tilviljunar óskýr. Á fyrirlestrinum mun hún einnig fjalla um áhrif tilraunakvikmyndagerðar Dziga Vertov, Rose Lowder og Michael Snow. Fischer mun segja frá framvindu vinnu sinnar í gestavinnustofu Listasafnsins þar sem hann hefur dvalið síðustu vikur. Í fyrstu drögum að myndskreyttri skáldsögu fer Rainer í sitt hliðarsjálf, Joseph Otto. Í samtali við hans eigin stöðluðu sköpunarverk týnist Joseph/Rainer milli raunveruleika og stórkostlegra sagna af íslensku huldufólki. Sögulok hafa ekki enn verið skrifuð.
Lesa meira
Útskriftarsýning VMA opnuð á laugardaginn
14.11.2023
Laugardaginn 18. nóvember kl. 15 verður útskriftarsýning nemenda listnáms- og hönnunarbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri, Bullandi óreiða opnuð í Listasafninu á Akureyri. Samhliða sýningunni má sjá verk tveggja nemenda á lokaári sérnámsbrautar.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Heather Sincavage
10.11.2023
Þriðjudaginn 14. nóvember kl. 17-17.40 heldur bandaríska myndlistarkonan, Heather Sincavage, Þriðjudagsfyrirlestur undir yfirskriftinni Inescapable Presence. Í fyrirlestrinum mun hún fjalla um sína gjörningalist og það sem hún hefur í huga við sköpun nýrra verka: látbragð, líkamleika og endurtekningu, vinnuafl og vinnu kvenna. Fyrirlesturinn fer fram á ensku.
Lesa meira
Allt til enda: Steinn Friðriksson
08.11.2023
Önnur vinnustofa Allt til enda fer fram dagana 18. - 19. nóvember 2023. Þá mun Friðrik Steinn Friðriksson, vöru- og upplifunarhönnuður, bjóða ungmennum að skapa módel af húsgögnum sem í framhaldinu er auðvelt að vinna með heima. Húsgögn sem bæði eru míní útgáfa af venjulegum hlutum og skref í átt að því að smíða í fullri stærð. Unnið verður í skala og efni sem auðvelt er að yfirfæra og stuðst við fagurfræði Enzo Mari og Rietveld. Vinnustofunni lýkur með sýningu í Listasafninu á Akureyri sem þátttakendur skipuleggja sjálfir. Sýningin stendur til 17. desember 2023.
Lesa meira
Boreal hefst á föstudaginn
07.11.2023
Dansmyndahátíðin Boreal hefst í Listasafninu föstudaginn 10. nóvember kl. 20. Hátíðin stendur yfir til 23. nóvember og er nú haldin í fjórða sinn. Sýningarnar fara fram í Listasafninu, Deiglunni og Mjólkurbúðinni. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Leit

