Fréttasafn

Frá opnun Solander 250: Bréf frá íslandi.

Opið grafíkverkstæði í Deiglunni

Í tengslum við sýninguna Solander 250: Bréf frá Íslandi verður Gilfélagið með opið grafíkverkstæði í Deiglunni næstkomandi laugardag og sunnudag, 21. og 22. janúar, kl. 13-18. Leiðsögn veitir Guðmundur Ármann Sigurjónsson, myndlistarmaður. Enginn aðgangseyrir.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Sunnudaginn 29. janúar kl. 11-12 verður boðið upp á fjölskylduleiðsögn í Listasafninu. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá sýningu Kristínar Jónsdóttur frá Munkaþverá, Vatnið og landið, og samsýningunni Solander 250: Bréf frá Íslandi, og fjallar um einstaka verk.
Lesa meira
Fuglasýningu lýkur á sunnudaginn

Fuglasýningu lýkur á sunnudaginn

Sýningu á afrakstri fjórðu listsmiðju verkefnisins Sköpun utan línulegrar dagskrár lýkur næstkomandi sunnudag, 8. janúar. Verkefnið fólst í að bjóða fjölskyldum að taka þátt í rafrænni listsmiðju til að skapa sitt eigið listaverk í samvinnu við sína nánustu. Að þessu sinni var það Brynhildur Kristinsdóttir, myndlistarkona og kennari, sem kenndi þátttakendum að búa til fugla úr pappamassa. Verkefnið er styrkt af SSNE.
Lesa meira
Frá sýningunni Takmarkanir 2021.

Afmæli: Samsýning norðlenskra myndlistarmanna

Listasafnið á Akureyri efnir til sýningar á verkum eftir norðlenska myndlistarmenn 3. júní til 13. ágúst 2023. Að þessu sinni skulu myndlistarmennirnir vinna með þemað, Afmæli, í verkum sínum. Dómnefnd velur úr umsóknum listamanna sem búa og/eða starfa á Norðurlandi eða hafa tengingu við svæðið. Opnað verður fyrir umsóknir 20. janúar og er umsóknarfrestur til og með 28. febrúar.
Lesa meira
Gleðileg jól

Gleðileg jól

Listasafnið á Akureyri óskar landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða. Opnunartími yfir hátíðirnar: 23.12, Þorláksmessa: Kl. 12-17. 24.12 / 25.12: Lokað. 26.-30: Kl. 12-17. 31.12 / 01.01: Lokað.
Lesa meira
Gefðu myndlist í jólagjöf!

Gefðu myndlist í jólagjöf!

Árskort Listasafnsins er til sölu í safnbúðinni og kostar aðeins 4.200 kr. Það veitir aðgang að öllum sýningum árið um kring frá og með kaupdegi. Tilvalið í jólapakkann fyrir fólk, fyrirtæki og samtök. Safnbúðin er opin alla daga kl. 12-17. Þar má m.a. finna Í safnbúð Listasafnsins er m.a. finna listræna gjafavöru, listmuni, áhugaverðar listaverkabækur af margvíslegum toga og plaköt sem fegra heimilið. Verið velkomin. Sjón er sögu ríkari.
Lesa meira
Listamannaspjalli og sýningu heimildarmyndar frestað

Listamannaspjalli og sýningu heimildarmyndar frestað

Vegna veikinda verður listamannaspjalli með Steinunni Gunnlaugsdóttur og sýningu heimildarmyndar Magnúsar Jónssonar, Ern eftir aldri, sem fram átti að fara laugardaginn 10. desember, frestað um óákveðinn tíma. Ný dagsetning verður auglýst fljótlega á nýju ári. Beðist er velvirðingar á þessari breytingu.
Lesa meira
Magnús Jónsson.

Ern eftir aldri og listamannaspjall

Laugardaginn 10. desember næstkomandi kl. 15 verður heimildarmynd Magnúsar Jónssonar, Ern eftir aldri, frá 1975 sýnd í Listasafninu á Akureyri. Myndin er 27 mínútur að lengd og sýnd í tengslum við sýningu Steinunnar Gunnlaugsdóttur, blóð og heiður, sem nú stendur yfir í sal 06 í Listasafninu. Að lokinni sýningu myndarinnar verður listamannaspjall við Steinunni. Stjórnandi er Hlynur Hallsson, safnstjóri.
Lesa meira
Guðmundur Ármann, Pubescens Bertula, 2022.

Þrjár sýningar opnaðar á laugardaginn

Laugardaginn 3. desember kl. 15 verða þrjár sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri: Úrval verka úr Listasafni Háskóla Íslands, Stofn, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá, Vatnið og landið, og samsýningin Solander 250: Bréf frá Íslandi. Ávörp flytja Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins, Kristján Steingrímur Jónsson, safnstjóri Listasafns Háskóla Íslands, og Pär Ahlberger, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi. Arctic Opera mun stíga á stokk kl. 15.30 og kl. 16 verður boðið upp á leiðsögn um Solander 250: Bréf frá Íslandi.
Lesa meira
Sýning á rafrænni smiðju

Sýning á rafrænni smiðju

Afrakstur fjórðu listsmiðju verkefnisins Sköpun utan línulegrar dagskrár er nú til sýnis í Listasafninu á Akureyri. Verkefnið felst í að bjóða fjölskyldum að taka þátt í rafrænni listsmiðju þar sem börn fá tækifæri til að skapa sitt eigið listaverk í samvinnu við sína nánustu.
Lesa meira