Flýtilyklar
Fréttasafn
Fuglasmiðja í Listasafninu
26.10.2022
Laugardaginn 5. nóvember kl. 11-14 verður boðið upp á skemmtilega fuglasmiðju í umsjón Brynhildar Kristinsdóttur, myndlistarkonu. Smiðjan er ætluð börnum á aldrinum 8-12 ára og er haldin í tengslum við verkefnið Sköpun utan línulegrar dagskrár. Verkin verða svo sýnd á sérstakri sýningu sem verður opnuð 19. nóvember í Listasafninu.
Lesa meira
Listamannaspjall með Rebekku Kühnis
26.10.2022
Laugardaginn 29. október kl. 15 verður boðið upp á listamannaspjall með Rebekku Kühnis um sýningu hennar Innan víðáttunnar. Stjórnandi er Hlynur Hallsson. Aðgöngumiði á Listasafnið jafngildir aðgangi að listamannaspjalli.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn
24.10.2022
Sunnudaginn 30. október kl. 11-12 verður boðið upp á fjölskylduleiðsögn í Listasafninu. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá sýningunni Gjöfin til íslenzkrar alþýðu sem samanstendur af völdum verkum úr Listasafni ASÍ.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Tetsuya Hori
21.10.2022
Þriðjudaginn 25. október kl. 17-17.40 heldur japanska tónskáldið Tetsuya Hori Þriðjudagsfyrirlestur undir yfirskriftinni The (love) Song Book. Þar mun hann fjalla um tónsmíðar sínar fyrir hljóðfæri, raddir, einleikara, kammersveitir og sinfóníuhljómsveitir. Enginn aðgangseyrir er á fyrirlesturinn sem fer fram á ensku.
Lesa meira
Fjórða rafræna smiðjan komin í loftið
20.10.2022
Fjórða rafræna listsmiðja Listasafnsins undir yfirskriftinni Sköpun utan línulegrar dagskrár er nú komin í loftið. Að þessu sinni hefur Brynhildur Kristinsdóttir, myndlistarmaður og kennari, umsjón með smiðjunni.
Lesa meira
Sýning á rafrænum smiðjum
19.10.2022
Afrakstur fyrri listsmiðju verkefnisins Sköpun utan línulegrar dagskrár er nú til sýnis í Listasafninu á Akureyri.
Verkefnið felst í að bjóða fjölskyldum að taka þátt í rafrænni listsmiðju þar sem börn fá tækifæri til að skapa sitt eigið listaverk í samvinnu við sína nánustu. Að þessu sinni var það Vilhjálmur B. Bragason, leikari og tónlistarmaður, sem kenndi þátttakendum að semja og myndskreyta sögur. Sýningin stendur til 13. nóvember 2022.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Eyþór Ingi Jónsson
15.10.2022
Þriðjudaginn 18. október kl. 17-17.40 heldur Eyþór Ingi Jónsson, organisti, Þriðjudagsfyrirlestur undir yfirskriftinni Canon og Canon. Þar mun hann fjalla um tónlistarferilinn, breytingarnar og tengingar við ljósmyndun. Enginn aðgangseyrir er á fyrirlesturinn.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Kenny Nguyen
07.10.2022
Þriðjudaginn 11. október kl. 17-17.40 heldur myndlistarmaðurinn Kenny Nguyen Þriðjudagsfyrirlestur undir yfirskriftinni Crossing Boundaries. Þar mun hann fjalla um umbreytingu menningar og efnis í óhlutbundnum list-innsetningum. Enginn aðgangseyrir er á fyrirlesturinn sem fer fram á ensku.
Lesa meira
A! Gjörningahátíð hefst á fimmtudaginn
03.10.2022
A! Gjörningahátíð fer fram á Akureyri dagana 6.-9. október næstkomandi. A! er fjögurra daga alþjóðleg gjörningahátíð sem haldin er árlega, nú í áttunda sinn og er eina hátíðin á Íslandi sem einbeitir sér einungis að gjörningalist. Ókeypis er inn á alla viðburði.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Jenný Lára Arnórsdóttir
02.10.2022
Þriðjudaginn 4. október kl. 17-17.40 mun Jenný Lára Arnórsdóttir, leikstjóri, halda Þriðjudagsfyrirlestur undir yfirskriftinni List mennskunnar. Enginn aðgangseyrir.
Lesa meira
Leit

