Fréttasafn

Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Sunnudaginn 26. febrúar kl. 11-12 verður boðið upp á fjölskylduleiðsögn í Listasafninu. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá sýningu Ragnars Kjartanssonar, The Visitors, og samsýningunni Nýtt og splunkunýtt og fjallar um einstaka verk.
Lesa meira
Tvær sýningar opnaðar á laugardaginn

Tvær sýningar opnaðar á laugardaginn

Laugardaginn 25. febrúar kl. 15 verða sýningarnar Sköpun bernskunnar 2023 og Innan rammans opnaðar í Listasafninu á Akureyri.
Lesa meira
Marta Nordal.

Þriðjudagsfyrirlestur: Marta Nordal

Þriðjudaginn 21. febrúar kl. 17-17.40 heldur Marta Nordal, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, Þriðjudagsfyrirlestur undir yfirskriftinni Atvinnuleikhús á landsbyggðinni.
Lesa meira
Les Invisibles.

Listasafnið þátttakandi í Frönsku kvikmyndahátíðinni

Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri hófst í síðustu viku. Listasafnið tekur þátt og býður upp á lokamynd hátíðarinnar, heimildamyndina Les Invisibles frá 2012 í leikstjórn Sébastien Lifshitz, sunnudaginn 19. febrúar kl. 15. Ókeypis aðgangur og engin skráning. Enskur texti. Lengd: 115 mínútur. Léttar veitingar.
Lesa meira
Frá uppsetningu í vikunni.

Samstarf við Hlíð

Starfsmenn Listasafnsins settu upp sýningu á Hjúkrunarheimilinu Hlíð í vikunni. Formleg opnun verður í dag kl. 14 og eru allir velkomnir. Samstarf við ólíka hópa er mikilvægur þáttur í starfsemi Listasafnsins. Sífellt er leitað leiða til að útvíkka starfsemina og gera safneignina aðgengilega öllum aldurshópum.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestri frestað

Þriðjudagsfyrirlestri frestað

Fyrirhuguðum Þriðjudagsfyrirlestri sem Stefán Þór Sæmundsson, rithöfundur og íslenskukennari, átti að halda næstkomandi þriðjudag, 14. febrúar hefur verið frestað. Fyrirlesturinn mun þess í stað fara fram þriðjudaginn 21. mars.
Lesa meira
Agnes Ársæls.

Að rækta hrifnæmið

Þriðjudaginn 7. janúar kl. 17-17.40 heldur myndlistarkonan Agnes Ársæls Þriðjudagsfyrirlestur undir yfirskriftinni Að rækta hrifnæmið. Í fyrirlestrinum mun Agnes leggja áherslu á ferli og vinnuaðferðir í eigin listsköpun í tengslum við valin verk. Einnig mun hún ræða reynslu sína af samstarfi við aðra listamenn og mikilvægi þess að hrífast í daglegu lífi.
Lesa meira
Hlynur Hallsson, safnstjóri.

Fjölbreytt 30 ára afmælisár framundan

Á kynningarfundi sem haldinn var í Listasafninu á Akureyri fyrr í dag var dagskrá ársins 2023, ný árbók og komandi starfsár kynnt. Listasafnið fagnar í ár 30 ára afmæli sínu með alls 23 sýningum. Árbók safnsins er nú öllum aðgengileg og gjaldfrjáls í anddyri safnsins auk valdra staða á Akureyri og víðar.
Lesa meira
The Visitors, 2012.

Tvær opnanir á laugardaginn

Laugardaginn 4. febrúar kl. 15 verður opnuð sýning á verki Ragnars Kjartanssonar, Gestirnir / The Visitors í Listasafninu á Akureyri. Jafnframt verður opnuð safnsýningin Ný og splunkuný, en þar má sjá nýleg verk úr safneign Listasafnsins.
Lesa meira
Elfar Logi og Marsibil.

Þriðjudagsfyrirlestur: Samstarf samlímdra hjóna

Þriðjudaginn 31. janúar kl. 17-17.40 halda listahjónin Elfar Logi Hannesson og Marsibil G. Kristjánsdóttir Þriðjudagsfyrirlestur undir yfirskriftinni Samstarf samlímdra hjóna. Þar munu þau fjalla um samstarf sitt í leiklistinni. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira