
BJÖRK VIGGÓSDÓTTIR
HREYFING FYRIR SJÓN / MOVEMENT FOR VISION
31.01.2026-03.05.2026
Salur / Gallery 01
Björk Viggósdóttir fæddist á Akureyri 1982. Hún lauk B.A. námi í myndlist 2006 frá Listaháskóla Íslands, stundaði meistaranám í hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands og lauk námi í listkennslufræðum við Listaháskóla Íslands 2021.
Hún hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum hér á landi og víða erlendis. Þar á meðal í Bandaríkjunum, Suður-Ameríku, Evrópu og Asíu. Á meðal einkasýninga hennar á Íslandi má nefna Flugdreka í Listasafni Reykjavíkur, Óendanleg tilviljun í Þulu í Marshallhúsinu og Aðdráttarafl, hringlaga hreyfing í Hafnarborg.
Björk skapar gagnvirkar upplifunar innsetningar, þar sem eldri tækni blandast nútíma tækni í myndlist. Listaverkin eru oft hlaðinn táknmyndum og verkin sett saman úr fjölbreyttum efnivið. Björk notar oft marga miðla í innsetningunum, t.d video hljóð og skúlptúr. Innsetningarnar mynda samhljóm milli efna og tækni í sjónrænni upplifun og kalla fram skynjun í sýningarrýminu, myndmálið er oft túlkað þannig að leikið er með öll skynfæri áhorfandans. Galdur upplifunarinnar, krafturinn sem myndast þegar allir miðlarnir mynda samhljóm verður eins og hljóðfæraleikarar skynjunarinnar þar sem hreyfing fyrir sjón verður í forgrunni.