GUÐMUNDUR ÁRMANN

Guðmundur Ármann
Aðflæði / Influx
31.01.2026-04.05.2026
Salir / Galleries 02 03 04 05 

Guðmundur Ármann (f. 1944) á að baki langan feril í myndlist og myndlistarkennslu. Hann hefur haldið um 52 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Guðmundur lauk prentmyndasmíðanámi 1962, útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1966 og nam við Valand listaháskólann í Gautaborg frá 1966 til 1972. Hann flutti til Akureyrar 1972 til að starfa sem myndlistarkennari, kláraði kennararéttindanám við Háskólann á Akureyri 2002 og lauk M.Ed. prófi í menntunarfræðum frá sama skóla 2013.

Aðflæði er yfirlitssýning á 65 ára ferli Guðmundar og er elsta myndin frá 1970. Sýningin einkennist af fjölbreyttri leit listamannsins að túlkunarformi – frá raunsæi til abstrakts – þar sem mótífið hverfur smám saman uns eftir stendur einungis línan, formið og liturinn. Tvívíð myndlist – málverk, grafík og teikningar – eru í aðalhlutverki, en einnig má sjá nokkur þrívíð verk úr velktum viðarbútum sem rak á fjörurnar.