Flýtilyklar
Fréttasafn
Opnun í Mjólkurbúðinni
30.04.2015
Katrín Erna Gunnarsdóttir opnar sína fyrstu einkasýningu Brot/Fractures í Mjólkurbúðinni í Listagilinu kl. 15 á morgun, föstudaginn 1. maí. Á sýningunni má sjá verk sem unnin eru með vatnslitum á brotinn pappír. Verkin eru innblásin af rannsóknum Katrínar á einfaldleika línunnar og tilraunum til að samþætta skúlptúrgerð og teikningu.
Katrín lærði myndlist í Listaháskóla Íslands og listfræði í Háskóla Íslands en hóf myndlistarnám sitt í Myndlistaskólanum á Akureyri sex ára gömul. Sýningin stendur aðeins þessa einu helgi.
Lesa meira
Leiðsögn um sýningu Jan Voss
29.04.2015
Boðið verður upp á leiðsögn í Listasafninu á Akureyri fimmtudaginn 30. apríl kl. 12.15 - 12.45 um sýningu Jan Voss, Með bakið að framtíðinni. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna og einstaka verk.
Lesa meira
Listasafnið þátttakandi í Listahátíð í Reykjavík
27.04.2015
Listasafnið á Akureyri tekur þátt í Listahátíð í Reykjavík þegar Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir fremur gjörninginn Mannlegt landslag í Listasafninu, Ketilhúsi kl. 15 laugardaginn 30. maí.
Lesa meira
Útskriftarsýning listnámsbrautar VMA
27.04.2015
Nú stendur yfir í Listasafninu, Ketilhúsi útskriftarsýning nemenda listnámsbrautar VMA, Fimmtán, sem opnaði síðastliðinn laugardag. Sýning á lokaverkefnum nemenda hefur lengi verið fastur liður í starfsemi listnáms- og hönnunarbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri. Nemendur fá eina önn til að vinna að lokaverkefnum sínum og uppsetningu sýningar í samvinnu við leiðsagnarkennara og samnemendur þar sem áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð.
Lesa meira
Iðunni veitt heiðursviðurkenning Menningarsjóðs
25.04.2015
Á Vorkomu Akureyrarstofu á sumardaginn fyrsta var tveimur einstaklingum sem hafa með framlagi sínu stutt við og auðgað menningarlíf bæjarins veitt heiðursviðurkenning Menningarsjóðs. Þetta eru myndlistarkonan Iðunn Ágústsdóttir sem lauk nýlega umfangsmikilli einkasýningu í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, og Gunnar Frímannsson sem hefur komið að starfi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands frá upphafi og lagt sitt lóð á vogarskálarnar við uppbyggingu sveitarinnar.
Lesa meira
Útskriftarsýning listnámsbrautar VMA
24.04.2015
Laugardaginn 25. apríl kl. 15 verður útskriftarsýning nemenda listnámsbrautar VMA, Fimmtán, opnuð í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Sýning á lokaverkefnum nemenda hefur lengi verið fastur liður í starfsemi listnáms- og hönnunarbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri. Nemendur fá eina önn til að vinna að lokaverkefnum sínum og uppsetningu sýningar í samvinnu við leiðsagnarkennara og samnemendur þar sem áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð.
Lesa meira
Gleðilegt sumar!
22.04.2015
Opið í Listasafninu sumardaginn fyrsta kl. 12-17, en lokað í Listasafninu, Ketilhúsi vegna uppsetningar útskriftarsýningar listnámsbrautar VMA. Verið velkomin.
Lesa meira
Einn á báti - samspil margra þátta
20.04.2015
Nú stendur yfir í Listasafninu á Akureyri viðamikil yfirlitssýning á ævistarfi myndlistarmannsins Jan Voss - hálfrar aldar listsköpun með tilheyrandi þróun. Sýningin er umfangsmikil og er því ekki hægt að gera henni ítarleg skil hér en þess í stað eru nokkrir þættir valdir úr og fjallað sérstaklega um þá, líkt og gert er á hádegisleiðsögninni á fimmtudögum í Listasafninu. Tenging Jans við Ísland hófst fyrir um 40 árum og hefur hann komið sér vel fyrir á Hjalteyri og dvelur þar eins oft og hann getur.
Lesa meira
Síðustu dagar yfirlitssýningar Iðunnar Ágústsdóttur
17.04.2015
Framundan eru síðustu dagar yfirlitssýningar Iðunnar Ágústsdóttur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, sem staðið hefur síðan 7. mars og lýkur næstkomandi sunnudag 19. apríl. Tilefni sýningarinnar er 75 ára afmæli Iðunnar (f. 1939) en húner fædd og uppalin á Akureyri, dóttir Elísabetar Geirmundsdóttur sem oft er nefnd listakonan í Fjörunni.
Lesa meira
Tónleikar í Kaktus og opnun í Mjólkurbúðinni
17.04.2015
Laugardaginn 18. apríl kl. 14 opnar Jónborg Sigurðardóttir - Jonna, málverkasýninguna Jónborg - Eldborg í Mjólkurbúðinni í Listagilinu. Að þessu sinni tjáir Jonna kraft eldsins og lífsorkunnar í eigin tilfinningum í málverkum þar sem hún vinnur með akríl á striga.
Lesa meira
Leit

