Flýtilyklar
Fréttasafn
Leiðsögn á fimmtudaginn
08.03.2015
Leiðsögn verður í Listasafninu, Ketilhúsi fimmtudaginn 12. mars kl. 12.15 - 12.45 um yfirlitssýningu Iðunnar Ágústsdóttur sem var opnuð um síðustu helgi. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Katrín Erna Gunnarsdóttir - Áður fyrr seinna meir
08.03.2015
Þriðjudaginn 10. mars kl. 17 mun myndlistarkonan Katrín Erna Gunnarsdóttir halda fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Áður fyrr seinna meir / Before in the After. Í fyrirlestrinum fjallar Katrín um lokaverkefni sitt frá LHÍ 2012 sem hún tengir við persónulega þróun sína í listsköpum og ræðir hvernig „ein lítil hugmynd getur haft gríðarleg áhrif á mann í langan tíma og jafnvel gefið tóninn fyrir feril manns sem heild“.
Lesa meira
Söngdagskrá á laugardaginn
05.03.2015
Í tilefni af síðustu dögum yfirlitssýningar Elísabetar Geirmundsdóttur, Listakonan í Fjörunni, verður boðið til söngveislu í austursal Listasafnsins kl. 14 laugardaginn 7. mars. Nemendur Tónlistarskólans á Akureyri og Kór Akureyrarkirkju munu flytja söngdagskrá með lögum og ljóðum Elísabetar. Aðgangur er ókeypis.
Sunnudaginn 8. mars lýkur sýningunni sem staðið hefur yfir í Listasafninu frá 10. janúar.
Lesa meira
Opnun á laugardaginn: Iðunn Ágústsdóttir - Yfirlitssýning
05.03.2015
Tilefni sýningarinnar er 75 ára afmæli myndlistarkonunnar Iðunnar Ágústsdóttur sem er fædd og uppalin á Akureyri. Iðunn hefur fengist við myndlist síðan 1977 en fyrsta einkasýning hennar var haldin 1979 í Gallerí Háhól. Iðunn var einn meðlima Myndhópsins sem stofnaður var árið 1979 og var hún meðal annars formaður hans og gjaldkeri um tíma.
Lesa meira
Listasafnið á Akureyri tilnefnt til Eyrarrósarinnar
05.03.2015
Listasafnið á Akureyri hlaut í dag tilnefningu til Eyrarrósarinnar 2015 þegar birtur var listi með nöfnum þeirra tíu sem tilnefndir eru. Þann 18. mars næstkomandi verður listinn styttur niður í þrjú nöfn og eitt þeirra hlýtur að lokum Eyrarrósina sem Dorrit Moussaieff forsetafrú, verndari Eyrarrósarinnar, afhendir með viðhöfn laugardaginn 4. apríl á Ísafirði.
Lesa meira
Leiðsögn í Listasafninu
05.03.2015
Leiðsögn verður í Listasafninu fimmtudaginn 5. mars kl. 12.15 - 12.45 um yfirlitssýningu Elísabetar Geirmundsdóttur, Listakonan í Fjörunni.
Sýningunni lýkur næstkomandi sunnudag, 8. mars, og því er um síðustu leiðsögnina að ræða. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi, og Ásgrímur Ágústsson, sonur Elísabetar, taka á móti gestum og fræða þá um sýninguna og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Elísabet Ásgrímsdóttir
28.02.2015
Þriðjudaginn 3. mars kl. 17 heldur Elísabet Ásgrímsdóttir fyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Listakonan í Fjörunni.
Lesa meira
Arnar Ómarsson opnar í vestursalnum
27.02.2015
Laugardaginn 28. febrúar kl. 15 verður opnuð í vestursal Listasafnsins á Akureyri sýning Arnars Ómarssonar, MSSS.
Lesa meira
SALT VATN SKÆRI
27.02.2015
Í dag, föstudaginn 27. febrúar, verður þriðja opnun bókverksins og samstarfsins SALT VATN SKÆRI í Listagilinu, Kaupvangsstræti 23. Húsið opnar klukkan 20.00 og verður opið til 23.30. Fluttur verður annar hluti, VATN, og gefst gestum kostur á að vera viðstaddir frumsýningu á nýu verki sem aðeins er sýnt þessa einu helgi.
Lesa meira
Lokunarteiti Lárusar H. List
26.02.2015
Í dag, fimmtudaginn 26. febrúar, kl. 15-17 lýkur sýningu Lárusar H. List, Álfareiðin, í vestursalnum með lokunarteiti. Þar með gefst gestum og gangandi tækifæri til þess að spjalla við listamanninn um sýninguna og bakgrunn hennar. Samskipti manna við álfa og huldufólk eru Lárusi hugleikin á sýningunni. Huldufólk býr í klettum eða steinum og iðkar búskap sinn líkt og mennirnir. Háskalegt er jafnan að styggja álfa en sé þeim gerður greiði eru ríkuleg laun vís.
Lesa meira
Leit

