Fréttasafn

Bergþór Morthens, Sumarnótt, 2021.

Tvær sýningar verða opnaðar á laugardaginn

Laugardaginn 29. maí kl. 12-17 verða tvær nýjar sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri, annars vegar samsýning norðlenskra myndlistarmanna, Takmarkanir, og hins vegar sýning á verkum úr safneign Listasafnsins, Nýleg aðföng. Sýningarstjóri beggja sýninga er Hlynur Hallsson.
Lesa meira
Orgeltónleikar á laugardaginn

Orgeltónleikar á laugardaginn

Laugardaginn 22. maí kl. 15 og 16 verða haldnir aðrir tónleikarnir í tónleikaröðinni Tólf tóna kortérið í Listasafninu. Þar koma fram tónlistarmenn og tónskáld búsett á Norðurlandi og bjóða áheyrendum inn í heim framúrstefnu og hljóðtilrauna innan veggja Listasafnsins. Tónleikarnir taka 15 mínútur og verða fluttir kl. 15 og aftur kl. 16.
Lesa meira
Þórunn Edda og Eyþór.

Ketilkaffi tekur til starfa í Listasafninu í júní

Á dögunum var skrifað undir samning milli Listasafnsins á Akureyri og Þórunnar Eddu Magnúsdóttur og Eyþórs Gylfasonar um rekstur kaffihúss í Listasafninu. Stefnt er á opnun um miðjan júní og mun kaffihúsið bera heitið Ketilkaffi.
Lesa meira
Leiðsögn á Alþjóðlega safnadaginn

Leiðsögn á Alþjóðlega safnadaginn

Alþjóðlegi safnadagurinn verður haldinn hátíðlegur þriðjudaginn 18. maí og af því tilefni verður enginn aðgangseyrir að Listasafninu. Boðið verður upp á leiðsögn um sýninguna Ferðagarpurinn Erró kl. 15. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, tekur þá á móti gestum og fræðir um sýninguna og einstaka verk. Listasafnið er opið alla daga kl. 12-17.
Lesa meira
KTh – Málverk og ljósmyndir

KTh – Málverk og ljósmyndir

Framundan er síðasta sýningarhelgi yfirlitssýningar á verkum Kristínar Katrínar Þórðdardóttur Thoroddsen, KTh – Málverk og ljósmyndir, en henni lýkur á sunnudaginn kl. 17.
Lesa meira
Leiðsögn VMA

Leiðsögn VMA

Í dag, fimmtudaginn 13. maí, kl. 12-13 verður boðið upp á leiðsögn um útskriftarsýningu VMA, Kompakt, sem var opnuð um síðustu helgi. Nemendurnir Katrín Helga Ómarsdóttir, Kasia Rymon Lipinska og Margrét Lilja Álfgeirsdóttir ásamt Helgu Björgu Jónasardóttur taka á móti gestum og segja frá sýningunni og einstaka verkum. Listasafnið verður að venju opið til kl. 17 í dag, uppstigningardag.
Lesa meira
Egill Logi Jónasson.

Klippismiðja á laugardaginn

Laugardaginn 15. maí kl. 11-12 verður haldin klippismiðja fyrir 12-16 ára með Agli Loga Jónassyni, sem einnig gengur undir listamannaheitinu Drengurinn fengurinn. Fjöldi takmarkast við 10. Engin skráning.
Lesa meira
Emil Þorri Emilsson.

Framúrstefna og hljóðtilraunir í Listasafninu

Laugardaginn 15. maí kl. 15 hefst tónleikaröðin Tólf tóna kortérið í Listasafninu. Þar koma fram tónlistarmenn og tónskáld búsett á Norðurlandi og bjóða áheyrendum inn í heim framúrstefnu og hljóðtilrauna innan veggja Listasafnsins. Tónleikarnir taka 15 mínútur og verða fluttir kl. 15 og aftur kl. 16.
Lesa meira
VMA - Kompakt

Tvær sýningar verða opnaðar um helgina

Laugardaginn 8. maí kl. 12-17 verða tvær sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri: Nemendasýning Myndlistaskólans á Akureyri, Sjónmennt 2021, og útskriftarsýning nemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA, Kompakt. Sýningarnar standa til 16. maí.
Lesa meira
Tvær smiðjur um helgina

Tvær smiðjur um helgina

Tvær smiðjur verða haldnar um komandi helgi í Listasafninu í samstarfi við Barnamenningarhátíð á Akureyri. Enginn aðgangseyrir er inn á smiðjurnar. Norðurorka styrkir barna- og fræðslustarf Listasafnsins á Akureyri.
Lesa meira