Flýtilyklar
Fréttasafn
Framúrstefna og hljóðtilraunir í Listasafninu
12.05.2021
Laugardaginn 15. maí kl. 15 hefst tónleikaröðin Tólf tóna kortérið í Listasafninu. Þar koma fram tónlistarmenn og tónskáld búsett á Norðurlandi og bjóða áheyrendum inn í heim framúrstefnu og hljóðtilrauna innan veggja Listasafnsins. Tónleikarnir taka 15 mínútur og verða fluttir kl. 15 og aftur kl. 16.
Lesa meira
Tvær sýningar verða opnaðar um helgina
03.05.2021
Laugardaginn 8. maí kl. 12-17 verða tvær sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri: Nemendasýning Myndlistaskólans á Akureyri, Sjónmennt 2021, og útskriftarsýning nemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA, Kompakt. Sýningarnar standa til 16. maí.
Lesa meira
Tvær smiðjur um helgina
27.04.2021
Tvær smiðjur verða haldnar um komandi helgi í Listasafninu í samstarfi við Barnamenningarhátíð á Akureyri. Enginn aðgangseyrir er inn á smiðjurnar. Norðurorka styrkir barna- og fræðslustarf Listasafnsins á Akureyri.
Lesa meira
Opnun á laugardaginn: Ferðagarpurinn Erró
26.04.2021
Laugardaginn 1. maí kl. 12-17 verður opnuð sýning á verkum Errós, Ferðagarpurinn Erró, í Listasafninu á Akureyri. Á sýningunni má sjá verk sem tengjast ferðalögum. Hvert sem hann fer sankar Erró að sér hundruðum mynda og nýtir í samklippuverk sem smám saman verða að málverki. Hugmyndin um ferðalög og tilfærslur birtist í mörgum verkum, þar sem hann notar mótíf eins og flugvélar, lestir, eldflaugar, fugla, hesta eða jafnvel ofurhetjur, á sértækan hátt í seríum sem varða „heimsferð Maós“, „geimferðir“ og „konur frá Norður-Afríku“.
Lesa meira
Gleðilegt sumar!
22.04.2021
Í tilefni sumardagsins fyrsta er frítt inn á Listasafnið í dag. Boðið er upp á opna listsmiðju kl. 12-16 fyrir alla fjölskylduna undir yfirskriftinni Ýmislegt alls konar. Alls konar efniviður verður á staðnum og allir velkomnir. Tilvalið tækifæri fyrir fjölskyldur að skapa sitt eigið listaverk og njóta samverunnar.
Lesa meira
Þrjár smiðjur framundan
21.04.2021
Þrjár smiðjur verða haldnar á næstu dögum í Listasafninu í samstarfi við Barnamenningarhátíð á Akureyri. Enginn aðgangseyrir er inn á smiðjurnar. Norðurorka styrkir barna- og fræðslustarf Listasafnsins á Akureyri.
Lesa meira
Fimm styrkir frá Safnaráði
21.04.2021
Á dögunum hlaut Listasafnið fimm styrki frá Safnaráði fyrir árið 2021, samtals að upphæð 6 milljónir króna.
Lesa meira
Ýmislegt alls konar - opin listsmiðja
20.04.2021
Í tilefni sumardagsins fyrsta, fimmtudaginn 22. apríl kl. 12-16, verður boðið upp á opna listsmiðju fyrir fjölskyldur í Listasafninu. Alls konar efniviður verður á staðnum og allir velkomnir. Tilvalið tækifæri fyrir fjölskyldur að skapa sitt eigið listaverk og njóta samverunnar. Enginn aðgangseyrir er inn í tilefni sumardagsins fyrsta.
Lesa meira
Alþjóðlegur dagur myndlistar
14.04.2021
Alþjóðlegur dagur myndlistar verður haldinn fimmtudaginn 15. apríl og af því tilefni verður ókeypis inn á Listasafnið. Jafnframt hafa þá verið rýmkaðar samkomutakmarkanir og mega því vera 20 gestir inni á sama tíma.
Lesa meira
Listsmiðja á sunnudaginn: Teiknað með nál og þræði
14.04.2021
Sunnudaginn 18. apríl kl. 15-16 verður haldin listsmiðja fyrir 6-10 ára undir heitinu Teiknað með nál og þræði.
Leiðbeinandi er Guðrún Hadda Bjarnadóttir. Þátttakendur tjá sig frjálst með nál og þræði og skoða hvernig hægt er að færa teikningu yfir á efni til að sauma eftir.
Lesa meira
Leit

