Fréttasafn

Dustin Harvey - Less Plus More.

Frábær A!

A! Gjörningahátíð var haldin í fimmta sinn á Akureyri dagana 10. - 13. október og sáu yfir 1.500 áhorfendur þá gjörninga sem í boði voru. A! var að venju með alþjóðlegum blæ enda komu erlendir listamenn sérstaklega til landsins til að taka þátt í hátíðinni. Alls voru listamennirnir 28, af 8 þjóðernum og gjörningarnir alls 20.
Lesa meira
Listasafnið tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2019

Listasafnið tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2019

Arkitektastofan Kurt og Pí er tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2019 fyrir hönnun viðbyggingar við Listasafnið á Akureyri.
Lesa meira
Arndís Bergsdóttir.

Þriðjudagsfyrirlestur: Arndís Bergsdóttir

Þriðjudaginn 15. október kl. 17-17.40 heldur Arndís Bergsdóttir, safnafræðingur, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Listasafnið og Akureyri. Í fyrirlestrinum fjallar hún um samverkandi áhrif safna og samfélaga. Sérstöku ljósi verður beint að Listasafninu á Akureyri og hvernig hugmyndin um listasafn er samofin sérkennum samfélagsins og almennri samfélagsþróun.
Lesa meira
Halldóra Helgadóttir.

Þriðjudagsfyrirlestur: Halldóra Helgadóttir

Þriðjudaginn 8. október kl. 17-17.40 heldur Halldóra Helgadóttir, myndlistarkona, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Á bakvið málverk. Í fyrirlestrinum mun hún fjalla um feril sinn í myndlistinni og einstaka verk.
Lesa meira
Snorri Ásmundsson.

A! Gjörningahátíð framundan

A! Gjörningahátíð fer fram á Akureyri dagana 10. - 13. október næstkomandi. A! er fjögurra daga alþjóðleg gjörningahátíð sem haldin er árlega og er nú haldin í fimmta sinn. Ókeypis er inn á alla viðburði hátíðarinnar. Hátíðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Menningarhússins Hofs, Leikfélags Akureyrar, LÓKAL alþjóðlegrar leiklistarhátíðar og Gilfélagsins. Samhliða A! fer vídeólistahátíðin Heim fram auk viðburða utan dagskrár (off venue). Hátt í 2000 gestir hafa sótt hátíðina hverju sinni og notið líflegra gjörninga.
Lesa meira
Mynd: Björg Eiríksdóttir.

Fjórar sýningar verða opnaðar á laugardaginn

Laugardaginn 5. október kl. 15 verða fjórar sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri: Björg Eiríksdóttir, Fjölröddun, Halldóra Helgadóttir, Verkafólk, Knut Eckstein, „ég hefenganáhuga á nokkrusemerstærraen lífið“ og samsýningin Síðasta Thule. Á opnun flytur sönghópurinn Arctic Opera tónlist frá endurreisnartímabilinu og Bruno Aloi (formaður ICCC) og Finnur Friðriksson (dósent við HA) flytja erindi.
Lesa meira
Guðbjörg Þóra Stefánsdóttir.

Þriðjudagsfyrirlestur: Guðbjörg Þóra Stefánsdóttir

Þriðjudaginn 1. október kl. 17-17.40 heldur Guðbjörg Þóra Stefánsdóttir, nemi í fatahönnun, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Hvað nú? Í fyrirlestrinum mun hún fjalla um Central Saint Martins í London þar sem hún stundar nám um þessar mundir, fjölbreytileika skólans og viðmið hans um sjálfbærni og framtíð fatahönnunar.
Lesa meira
Jessica Tawczynski.

Þrír viðburðir um helgina

Um helgina verða þrír viðburðir í Listasafninu.
Lesa meira
Jessica Tawczynski.

Fyrsti Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins

Þriðjudaginn 24. september kl. 17-17.40 heldur bandaríska myndlistarkonan Jessica Tawczynski fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni List, vísindi og andleg mál. Í fyrirlestrinum mun Tawczynski fjalla um þær hugmyndir sem liggja að baki vinnu hennar í listinni þ.e. vísindi, heimspeki og andleg hlið listarinnar. Vísindi sem vettvangur könnunar og þekkingarleitar. Heimspeki skilgreind sem verkfæri til að afbyggja og túlka upplýsingar út frá mannlegri reynslu. Andleg hlið listarinnar skilgreind sem hæfni listamannsins til að koma upplýsingum til almennings á þann hátt sem tengist einstaklingnum.
Lesa meira
Fjölbreytt dagskrá í boði á laugardaginn

Fjölbreytt dagskrá í boði á laugardaginn

Laugardaginn 21. september verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá í Listasafninu.
Lesa meira