Fréttasafn

Opnun á laugardaginn

Opnun á laugardaginn

Laugardaginn 23. nóvember kl. 15 verður útskriftarsýning nemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA, Ekki hugmynd, opnuð í Listasafninu á Akureyri.
Lesa meira
Jón Laxdal Halldórsson.

Listvinnustofa með Jóni Laxdal

Á degi íslenskrar tungu, laugardaginn 16. nóvember, kl. 14-16 verður listvinnustofa með Jóni Laxdal Halldórssyni fyrir 18 ára og eldri. Jón kynnir verk sín og leiðbeinir þátttakendum. Allt efni til á staðnum. Uppbyggingarsjóður styrkir listvinnustofur Listasafnsins. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Sunnudaginn 17. nóvember kl. 11-12 verður boðið upp á fjölskylduleiðsögn og endurvinnslusmiðju. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá völdum verkum á yfirstandandi sýningum Listasafnsins.
Lesa meira
Matt Armstrong.

Þriðjudagsfyrirlestur: Matt Armstrong

Þriðjudaginn 5. nóvember kl. 17-17.40 heldur Matt Armstrong, myndlistarmaður, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Rediscovering Night. Þar mun Armstrong ræða hvernig eðlislægur áhugi hans á sýnilegu rými og alheiminum hefur mótað hann og hvernig enduruppgötvun hans á nætur-helmingi lífsins hefur haft áhrif á list hans og sköpunarmátt.
Lesa meira
Björg Eiríksdóttir.

Listamannaspjall: Björg Eiríksdóttir

Næstkomandi laugardag, 2. nóvember, kl. 15 verður boðið upp á listamannaspjall með bæjarlistamanni Akureyrar 2018, Björgu Eiríksdóttur, um sýningu hennar Fjölröddun. Stjórnandi er Hlynur Hallsson. Aðgöngumiði á Listasafnið jafngildir aðgangi að listamannaspjalli.
Lesa meira
Freyja Reynisdóttir á vinnustofu sinni.

Þriðjudagsfyrirlestur: Freyja Reynisdóttir

Þriðjudaginn 29. október kl. 17-17.40 heldur Freyja Reynisdóttir, myndlistarmaður, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Boltinn rúllar ef þú ýtir honum. Í fyrirlestrinum mun Freyja fjalla um þá ákvörðunartöku að starfa sem myndlistarkona að loknu listnámi og hvert sú ákvörðun hefur leitt hana. Einnig mun hún koma inn á margvísleg málefni eins og skapandi hugsun sem allra handa verkfæri, vinnustofur listamanna, umsjón og stofnun sýningarýma, listasmiðjur, viðburðarstjórnun, hugarfar, tækifæri, kulnun, brottflutninga, sjálfskoðun og hina eilífu endurkomu til listalífsins á Akureyri.
Lesa meira
Knut Eckstein.

Gjörningur og fjölskylduleiðsögn um helgina

Laugardaginn 26. október kl. 15 færir Knut Eckstein sýningu sína, „ég hefenganáhuga á nokkrusemerstærraen lífið“ í endanlegt form með gjörningnum: »what curios of signs […] in this allaphbed! Can you rede […] its world?«1 [1] James Joyce, Finnegans Wake, London: Faber and Faber, S. 18, Zeilen 17-19
Lesa meira
Natalie Saccu de Franchi.

Þriðjudagsfyrirlestur: Natalie Saccu de Franchi

Þriðjudaginn 22. október kl. 17-17.40 heldur franska kvikmyndagerðarkonan Natalie Saccu de Franchi Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni "Fátt eitt verður mér að veruleika...".
Lesa meira
Dustin Harvey - Less Plus More.

Frábær A!

A! Gjörningahátíð var haldin í fimmta sinn á Akureyri dagana 10. - 13. október og sáu yfir 1.500 áhorfendur þá gjörninga sem í boði voru. A! var að venju með alþjóðlegum blæ enda komu erlendir listamenn sérstaklega til landsins til að taka þátt í hátíðinni. Alls voru listamennirnir 28, af 8 þjóðernum og gjörningarnir alls 20.
Lesa meira
Listasafnið tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2019

Listasafnið tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2019

Arkitektastofan Kurt og Pí er tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2019 fyrir hönnun viðbyggingar við Listasafnið á Akureyri.
Lesa meira