Kyrrð í Listasafninu - Nærandi stund með Hrafnhildi Reykjalín

Laugardaginn 13. desember kl. 11 mun Hrafnhildur Reykjalín, frá Sjálfsrækt Heilsumiðstöð, bjóða upp á stutta fræðslu fyrir fullorðna um Jóga Nidra, djúpslökunaraðferðina sem allir geta ástundað til þess að auka jafnvægi og vellíðan á líkama og sál. Í framhaldinu leiðir Hrafnhildur stutta Jóga Nidra hugleiðslu.

Setið verður í stólum sem eru á staðnum. Fyrir þau sem kjósa að liggja í slökuninni, er velkomið að koma með eigin dýnu, púða og teppi.

Öll velkomin, ekkert þátttökugjald en skráning nauðsynleg á heida@listak.is