Flýtilyklar
Óli G. áttræður - leiðsögn um sýninguna Lífsins gangur
08.12.2025
Laugardaginn 13. desember kl. 15 munu sýningarstjórarnir Sigríður Örvarsdóttir og Magnús Helgason leiða gesti um sýninguna Lífsins gangur og segja frá ferli listamannsins Óla G. Jóhannssonar (1945–2011), sem hefði orðið áttræður þann sama dag.
Verk Óla G. Jóhannssonar endurspegla djúpa tengingu við náttúruna og margbreytileika lífsins. Hann er þekktur fyrir greinilegan abstrakt expressjónískan stíl, þar sem kraftar náttúrunnar flæða í gegnum verkin
Leiðsögn er innifalin í miðaverði safnsins.
Verið öll hjartanlega velkomin.
Leit