Flýtilyklar
Nærðu andann á aðventunni
05.12.2025
Á aðventunni býður Listasafnið á Akureyri safngestum að næra andann og hlúa að því sem innra býr.
Laugardaginn 6. desember kl. 11 mun Þuríður Helga Kristjánsdóttir, jóga- og núvitundarkennari, leiða hugleiðslu fyrir fullorðna í Listasafninu. Hugleiðsla getur fært okkur ró í dagsins önn og dýpkað tengingu við okkur sjálf og aðra. Stundin hentar bæði byrjendum og þeim sem iðka hugleiðslu.
Öll velkomin, ekkert þátttökugjald en skráning nauðsynleg. Nánari upplýsingar í athugasemdum.
Leit