Tólf tóna kortérið: Hver er þessi fiðla og hvernig koma hljóðin úr henni?

Laugardaginn 21. október kl. 15-15.15 og 16-16.15 verður Tólf tóna kortérið á dagskrá í Listasafninu undir yfirskriftinni Hver er þessi fiðla og hvernig koma hljóðin úr henni? Þá mun Sophia Fedorovych, fiðluleikari- og kennari, flytja verkið Litla fiðlan fyrir börn á öllum aldri. Hún mun jafnframt kynna fiðluna fyrir gestum og jafnvel leyfa þeim yngstu að snerta strengina. Sophia er nýflutt til Akureyrar og kennir nú við Tónlistarskólann á Akureyri. Hún er þaulreyndur kennari, en fiðluleikur og miðlun tónlistar til yngri kynslóðarinnar eru hennar ær og kýr. Aðgangur er ókeypis. 

Tólf tóna kortérið er styrkt af Menningarsjóði Akureyrar og Sóknaráætlun Norðurlands Eystra og unnið í samstarfi við Listasafnið á Akureyri.