Flýtilyklar
Tólf tóna kortérið: Ítríó
17.05.2023
Laugardaginn 20. maí kl. 15.00-15.15 og kl. 16.00-16.15 verður Tólf tóna kortérið á dagskrá í Listasafninu í þriðja og síðasta sinn í vetur, en þá mun Ítríó rannsaka hljóðheim harmonikkunnar. Ítríó skipa Jón Þorsteinn Reynisson, Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir og Jónas Ásgeir Ásgeirsson og munu þau frumflytja frumsamið verk, Vor, en einnig leika verk eftir Hafdísi Bjarndóttur og Friðrik Margrétar-Guðmundsson.
Tónleikarnir fara fram í sal 11 og er aðgangur ókeypis. Tólf tóna kortérið er unnið í samstarfi við Tónlistarskólann á Akureyri og hlaut styrk frá Sóknaráætlun Norðurlands eystra, Menningarsjóði Akureyrar og Tónskáldasjóði Rúv og Stefs.