Viðbragð - málþing og sýningarlok

Viðbragð - málþing og sýningarlok
Verk á sýningunni Viðbragð
Sunnudaginn 8. febrúar kl. 13-15 verður haldið málþing og listamannaspjall í tilefni sýningarloka Viðbragðs í Listasafninu á Akureyri. 
 
Athygli verður beint að skapandi viðbrögðum sem grundvallareiginleika lífs, og að mikilvægi listarinnar þegar tekist er á við breytta heimsmynd vegna loftslagsbreytinga og annarra umhverfisógna.
 
Dagskrá: 
 
13:00 Auður Aðalsteinsdóttir segir frá tilurð sýningarinnar og verkefninu Viðbragð / Creative Responses.

 
13:10 Kennari/nemendur í Þingeyjarskóla segja frá samfélagstengda verkefninu þar sem listamaðurinn Hrafnkell Sigurðsson vann útilistaverk úr fundnu efni í Mývatnssveit og vann skúlptúra með nemendum í Þingeyjarskóla.

13:25 Skúli Skúlason líffræðingur fjallar um skapandi viðbrögð sem forsendu alls lífs.

 
13:50 Listakonan a Snæfellsjökuls rawlings segir frá verkinu Motion to Change Colour Names to Reflect Planetary Boundary Tipping Points (2025) og svarar spurningum gesta.

 14:15 Sýning upptöku þar sem Hildur Hákonardóttir segir frá myndbandsverki sínu Sköpun (2025). EÐA þá að Auður segir frá því.

14:25 Björg Eiríksdóttir segir frá verkinu Skyn (2025) og svarar spurningum gesta.
 
Verið öll hjartanlega velkomin. Enginn aðgangseyrir.