Fréttasafn

Freyja Reynisdóttir.

Opnanir framundan

Árið 2017 verður óvenjulegt ár í Listasafninu á Akureyri þar sem framkvæmdir við efstu hæðina í Listasafnsbyggingunni hefjast í febrúar. Starfsemin beinist því aðallega að því að setja upp sýningar í Ketilhúsinu. Sýningarárið hefst með tveimur opnunum laugardaginn 14. janúar kl. 15. Á miðhæð Ketilhússins má sjá yfirlitssýningu á verkum Nínu Tryggvadóttur, Litir, form og fólk, en á svölunum opnar Freyja Reynisdóttir sýninguna Sögur.
Lesa meira
Opnunartími yfir hátíðirnar

Opnunartími yfir hátíðirnar

Listasafnið á Akureyri verður opið á milli jóla og nýárs. Hér að neðan má sjá auglýstan opnunartíma yfir hátíðirnar.
Lesa meira
Gleðileg jól!

Gleðileg jól!

Listasafnið á Akureyri óskar landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða. Árið 2017 verður óvenjulegt ár í Listasafninu. Langþráður draumur er að verða að veruleika og eftirvænting liggur í loftinu þar sem framkvæmdir við efstu hæðina í Listasafnsbyggingunni hefjast í febrúar. Starfsemin beinist því aðallega að því að setja upp sýningar í Ketilhúsinu. Árið hefst með tveimur opnunum laugardaginn 14. janúar kl. 15. Á miðhæð Ketilhússins má sjá yfirlitssýningu á verkum Nínu Tryggvadóttur, en á svölunum opnar Freyja Reynisdóttir sýninguna Sögur. Hlökkum til að sjá ykkur!
Lesa meira
Reitir í Ketilhúsinu á laugardaginn

Reitir í Ketilhúsinu á laugardaginn

Í tilefni bókarútgáfu menningarsmiðjunnar Reita, Tools for Collaboration, verður opnuð sýning og málstofa haldin í Listasafninu, Ketilhúsi, laugardaginn 17. desember kl. 15. Viðburðurinn er öllum opinn, án endurgjalds.
Lesa meira
Leiðsögn í Listasafninu

Leiðsögn í Listasafninu

Fimmtudaginn 8. desember kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu um sýningar Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur, Sýn í þokunni, og Joan Jonas, Eldur og saga, 1985. Heiða Björk Vilhjálmsdótti, fræðslufulltrúi, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýningarnar. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Nína Tryggvadóttir.

Listasafnið leitar að verkum eftir Nínu Tryggvadóttur

Vegna yfirlitssýningar á verkum Nínu Tryggvadóttur, sem verður opnuð í Listasafninu á Akureyri 14. janúar 2017, leitar Listasafnið að verkum eftir Nínu til skráningar og hugsanlega sýningar. Þeir sem eiga verk eftir listakonuna eða vita um verk sem má sýna í Listasafninu eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við Hlyn Hallsson safnstjóra í tölvupósti á netfangið hlynurhallsson@listak.is eða í síma 659 4744.
Lesa meira
Frá opnun sýningarinnar.

Leiðsögn um útskriftarsýningu VMA

Fimmtudaginn 1. desember kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu, Ketilhúsi um útskriftarsýningu listnáms- og hönnunarbrautar VMA sem var opnuð síðastliðinn laugardag. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir fræðslufulltrúi og útskriftarnemendur taka á móti gestum og fræða þá um sýninguna og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Lárus H. List.

Þriðjudagsfyrirlestur: Lárus H. List

Þriðjudaginn 29. nóvember kl. 17-17.40 heldur Lárus H. List, formaður Myndlistarfélagsins, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Myndlist á Akureyri: Horft um öxl og fram á veginn. Í fyrirlestrinum fjallar hann um Myndlistarfélagið, fortíð þess og framtíð, hvað hefur áunnist síðan félagið var stofnað og verkefnin sem framundan eru. Einnig mun hann tala um Listagilið í sögulegu samhengi og mikilvægi þess fyrir listalíf Akureyrar. Aðgangur er ókeypis. Þetta er síðasti Þriðjudagsfyrirlestur ársins en þeir hefjast aftur í lok janúar 2017. Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Gilfélagsins, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistarfélagsins og Háskólans á Akureyri og er öllum opin.
Lesa meira
Útskriftarsýning VMA

Útskriftarsýning VMA

Laugardaginn 26. nóvember kl. 15 verður útskriftarsýning nemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA opnuð í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Sýning á lokaverkefnum nemenda hefur lengi verið fastur liður í starfsemi listnáms- og hönnunarbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri. Nemendur fá eina önn til að vinna að lokaverkefnum sínum og uppsetningu sýningar í samvinnu við leiðsagnarkennara og samnemendur þar sem áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð.
Lesa meira
Gústav Geir Bollason.

Þriðjudagsfyrirlestur: Gústav Geir Bollason

Þriðjudaginn 22. nóvember kl. 17-17.40 heldur Gústav Geir Bollason, myndlistarmaður, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Myndlist í brjáluðu húsi. Í fyrirlestrinum fjallar hann um sögu, tilgang, áfanga og markmið Verksmiðjunnar á Hjalteyri. Hann segir m.a. frá ólíkum verkefnum og hugmyndinni að baki þeim. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira