Fréttasafn

Þriðjudagsfyrirlestrarnir hefjast að nýju í næstu viku

Þriðjudagsfyrirlestrarnir hefjast að nýju í næstu viku

Þriðjudagsfyrirlestrarnir hefjast að nýju næstkomandi þriðjudag 27. september kl. 17. Fyrirlestrar eru haldnir yfir vetrartímann á hverjum þriðjudegi kl. 17 í Listsafninu, Ketilhúsi. Fyrsta fyrirlestur vetrarins heldur Aðalheiður S. Eysteinsdóttir undir yfirskriftinni Brjóstvit. Þar mun hún m.a. fjalla um hversu langt er hægt að komast með ástríðu og áhugamál þegar treyst er eigin ákvörðunum og dugnaður, áræðni og ástundun eru lögð í verkefnið.
Lesa meira
Leiðsögn um Formsins vegna

Leiðsögn um Formsins vegna

Fimmtudaginn 22. september kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu um sýningu Gunnars Kr., Formsins vegna. Haraldur Ingi Haraldsson, verkefnastjóri, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Leiðsögn um Kjólagjörninginn

Leiðsögn um Kjólagjörninginn

Fimmtudaginn 15. september kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu, Ketilhúsi um sýningu Thoru Karlsdottur, Kjólagjörningur, sem var opnuð um síðastliðna helgi. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir fræðslufulltrúi og Thora Karlsdottir taka á móti og fræða þá um sýninguna. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Leiðsögn um Formsins vegna

Leiðsögn um Formsins vegna

Fimmtudaginn 8. september kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu um sýningu Gunnars Kr., Formsins vegna. Hlynur Hallsson safnstjóri tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Vel heppnuð A! Gjörningahátíð

Vel heppnuð A! Gjörningahátíð

A! Gjörningahátíð var haldin í annað sinn á Akureyri dagana 1. - 4. september og sóttu hátt í 1.700 gestir þá viðburði sem í boði voru. Að þessu sinni var A! með nokkuð alþjólegum blæ enda kom fjöldi listamanna sérstaklega til landsins til að taka þátt í hátíðinni. Alls voru yfir 40 listamenn þátttakendur og nutu aðstoðar rúmlega 300 barna og fullorðinna. A! Gjörningahátíð er orðin að árlegum viðburði á Akureyri og fer fram á næsta ári dagana 31. ágúst til 3. september.
Lesa meira
Thora Karlsdottir opnar á laugardaginn

Thora Karlsdottir opnar á laugardaginn

Laugardaginn 10. september kl. 15 opnar Thora Karlsdottir sýninguna Kjólagjörningur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Á sýningunni má sjá afrakstur níu mánaða kjólagjörnings Thoru sem stóð yfir frá mars til desember 2015. Að klæða sig í nýjan kjól á hverjum morgni og klæðast kjól til allra verka í 280 daga; 40 vikur; níu mánuði er áskorun sem þarfnast úthalds og elju. Kjólarnir komu frá fólki sem gaf þá í nafni listarinnar og voru fluttir frá vinnustofu Thoru yfir í Listasafnið, Ketilhús síðastliðinn föstudag með dyggri aðstoð yfir 200 nemenda úr Brekkuskóla.
Lesa meira
Norrænir menningarstyrkir

Norrænir menningarstyrkir

Þriðjudaginn 6. september kl. 17 í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi heldur Norræni menningarsjóðurinn upplýsingafund. Þar fer Ása Richardsdóttir, fyrrum forseti Leiklistarsamband Íslands og sendiherra Norræna menningarsjóðsins, yfir norræna sjóðakerfið og möguleika á samstarfi og tengingum. Til að sækja um í sjóðunum þarf verkefnið að hafa sterka norræna tengingu.
Lesa meira
Leiðsögn um Formsins vegna

Leiðsögn um Formsins vegna

Fimmtudaginn 1. september kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu á Akureyri um sýningu Gunnars Kr., Formsins vegna, sem var opnuð um síðustu helgi. Hlynur Hallsson og Gunnar Kr. taka á móti gestum og fræða þá um sýninguna. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
A! Gjörningahátíð 2016

A! Gjörningahátíð 2016

A! Gjörningahátíð verður haldin í annað sinn dagana 1. - 4. september 2016 í samvinnu Listasafnsins á Akureyri, LÓKAL alþjóðlegrar leiklistarhátíðar, Reykjavík Dance Festival, Menningarfélags Akureyrar / Leikfélags Akureyrar, Listhúss og Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar. Á hátíðinni fremur myndlistar- og sviðslistafólk gjörninga og setur upp gjörningatengd verk.
Lesa meira
Gunnar Kr.

Opnun, listasmiðjur og leiðsögn á Akureyrarvöku

Á Akureyrarvöku, laugardaginn 27. ágúst, verður nóg um að vera í Listasafninu og sýningar þess opnar til kl. 22. Dagskráin hefst kl. 10 um morguninn þegar Listasafnið, Ketilhús opnar á sínum hefðbundna sumartíma en þar stendur nú yfir sýningin Arkitektúr og Akureyri. Listakonurnar Jonna og Brynhildur Kristinsdóttir halda svo listasmiðju fyrir krakka á öllum aldri í tengslum við sýninguna, kl. 14.30-16.30. Byggingar úr pappír og af öllum stærðum og gerðum eru viðfangsefni smiðjunnar. Aðgangur ókeypis.
Lesa meira