Fréttasafn

Mynd: Eygló Harðardóttir.

Listamannaspjall

Sunnudaginn 12. júní kl. 15-16 verður listamannaspjall í Listasafninu um sýninguna Nautn / Conspiracy of Pleasure sem verður opnuð næstkomandi laugardag, 11. júní, kl. 15.
Lesa meira
Mynd: Anna Hallin.

Opnun á laugardaginn

Laugardaginn 11. júní kl. 15 verður opnuð sýningin Nautn / Conspiracy of Pleasure í Listasafninu á Akureyri. Hin ýmsu lögmál og birtingarmyndir nautnar eru útgangspunktur sýningarinnar. Sex listamenn sýna ný verk, þar sem þeir fjalla um hugtakið, hver frá sínu sjónarhorni og forsendum, og efna til orðræðu um hlutverk nautnar í heimspekilegu, listrænu og veraldlegu samhengi. Í verkunum má sjá þráhyggjukenndar birtingarmyndir neysluhyggju og kynlífs í samtímanum, holdið í myndlistinni, mannslíkamann sem táknrænt fyrirbæri og innblástur eða einfaldlega hina frumstæðu nautn sem oft fylgir listsköpun, glímunni við efni og áferð, áráttu og blæti.
Lesa meira
Leiðsögn um Arkitektúr og Akureyri

Leiðsögn um Arkitektúr og Akureyri

Fimmtudaginn 2. júní kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi um sýninguna Arkitektúr og Akureyri. Sýningarstjórarnir Helga Björg Jónasardóttir og Haraldur Ingi Haraldsson taka á móti gestum og fræða þá um sýninguna. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Síðasta leiðsögnin um Fólk / People

Síðasta leiðsögnin um Fólk / People

Fimmtudaginn 26. maí kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á síðustu leiðsögnina um ljósmyndasýninguna Fólk / People í Listasafninu, en sýningunni lýkur næstkomandi sunnudag 29. maí. Hlynur Hallsson safnstjóri tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Aðgangseyrir yfir sumartímann

Aðgangseyrir yfir sumartímann

Á tímabilinu 1. júní til 31. ágúst verður innheimtur aðgangseyrir að upphæð 1000 krónum í Listasafninu á Akureyri. Kemur þessi breyting til að mestu vegna hækkunar á þjónustukostnaði vegna mikillar fjölgunar erlendra gesta yfir sumartímann. Gestir fá aðgöngumiða í hendurnar við greiðslu sem gildir á sýningar Listasafnsins sem og Listasafnsins, Ketilhúss.
Lesa meira
Opnun á laugardaginn

Opnun á laugardaginn

Laugardaginn 21. maí kl. 15 verður opnuð sýningin Arkitektúr og Akureyri í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Á sýningunni er byggingarlist á Akureyri skoðuð í víðu samhengi og fjallað um byggingar sem ýmist hafa unnið í samkeppnum eða hlotið sérstakar viðurkenningar. Í amstri dagsins vill oft gleymast að hlutir og byggingar þess manngerða umhverfis sem við lifum og hrærumst í voru upphaflega hugmynd sem kviknaði í huga einhverrar manneskju. Sköpunarverk sem birtast okkur fullmótuð byrjuðu öll sem lítil hugmynd.
Lesa meira
Leiðsögn á íslensku og ensku

Leiðsögn á íslensku og ensku

Miðvikudaginn 18. maí og fimmtudaginn 19. maí kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu á Akureyri um ljósmyndasýninguna Fólk / People, en þar sýna sjö ólíkir listamenn verk sín. Fyrri leiðsögnin er haldin í tilefni af Alþjóðlega safnadeginum og fer eingöngu fram á ensku, en hin síðari verður með hefðbundnu sniði og á íslensku. Þorbjörg Ásgeirsdóttir safnfulltrúi og Guðrún Pálína Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi fræða gesti um sýninguna sem lýkur 29. maí næstkomandi og er því um síðustu leiðsögnina að ræða. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Listasumar 2016

Listasumar 2016

Listasumar á Akureyri 2016 fer fram 16. júlí - 27. ágúst og er tilvalinn vettvangur fyrir unga sem aldna listamenn til að koma sér á framfæri. Nú þegar eru margir viðburðir komnir á dagskrá og bætist við flóruna frá degi til dags. Það er því spennandi Listasumar framundan á Akureyri. Verkefnastjóri Listasumars er Guðrún Þórsdóttir og hægt er að sækja um þátttöku á netfangið gunnathors@listak.is auk þess er hægt er að sækja um aðstöðu fyrir viðburði í Sal Myndlistafélagsins í Listagilinu.
Lesa meira

Listasumar 2016

Listasumar á Akureyri 2016 fer fram 16. júlí - 27. ágúst og er tilvalinn vettvangur fyrir unga sem aldna listamenn til að koma sér á framfæri. Nú þegar eru margir viðburðir komnir á dagskrá og viðbrögð listamanna hafa verið framar vonum. Það er því spennandi Listasumar framundan á Akureyri. Lesa meira. Verkefnastjóri Listasumars er Guðrún Þórsdóttir og hægt er að sækja um þátttöku á netfangið gunnathors@listak.is.
Lesa meira
Listasumar 2015

Listasumar 2015

Listasumar á Akureyri 2016 fer fram 16. júlí - 27. ágúst og er tilvalinn vettvangur fyrir unga sem aldna listamenn til að koma sér á framfæri. Nú þegar eru margir viðburðir komnir á dagskrá og viðbrögð listamanna hafa verið framar vonum. Það er því spennandi Listasumar framundan á Akureyri. Lesa meira. Verkefnastjóri Listasumars er Guðrún Þórsdóttir og hægt er að sækja um þátttöku á netfangið gunnathors@listak.is.
Lesa meira