Fréttasafn

Elísabet Geirmundsdóttir á Sumardaginn fyrsta 1947

Smiðja í gerð snjóskúlptúra

Í tengslum við sýninguna Listakonan í Fjörunni, sem nú stendur yfir í Listasafninu, verður haldin smiðja í gerð snjóskúlptúra í Listagilinu, laugardaginn 17. janúar kl. 13-16. Smiðjan er í boði Norðurorku og er opin börnum og fullorðnum. Listamaðurinn og formaður Sambands Íslenskra Myndlistamanna, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, mun þá taka á móti fólki á öllu aldri og kenna því að gera skúlptúra úr snjónum í Listagilinu. Allir velkomnir.
Lesa meira
Tvær opnanir á laugardaginn

Tvær opnanir á laugardaginn

Laugardaginn 17. janúar kl. 15 verða opnaðar tvær sýningar í Listasafninu á Akureyri; annars vegar sýning Rósu Sigrúnar Jónsdóttur, Svelgir, í Ketilhúsinu og hins vegar opnar ástralski listamaðurinn Brenton Alexander Smith undir yfirskriftinni Með vélum / Together With Machines í vestursal Listasafnsins. Síðarnefnda sýningin er hluti af sýningaröð sem mun standa til 8. mars og inniheldur 8 vikulangar sýningar. Habby Osk sýndi í síðustu viku en aðrir sýnendur eru í tímaröð Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Kristján Pétur Sigurðsson, Þóra Karlsdóttir, Joris Rademaker, Lárus H. List og Arnar Ómarsson.
Lesa meira
Frá opnuninni um síðustu helgi.

Fyrsta leiðsögn ársins

Leiðsögn verður í Listasafninu á Akureyri í dag, fimmtudaginn 15. janúar, kl. 12.15 - 12.45 um yfirlitssýningu Elísabetar Geirmundsdóttur, Listakonan í Fjörunni, sem opnaði um síðustu helgi. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi, og Ásgrímur Ágústsson, sonur Elísabetar, taka á móti gestum og fræða þá um sýninguna og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Jóna Hlíf Halldórsdóttir

Þriðjudagsfyrirlestur í dag: Jóna Hlíf - Kjarni

Þriðjudaginn 13. janúar kl. 17 heldur Jóna Hlíf Halldórsdóttir, myndlistarmaður og formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna, fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur ársins í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Kjarni. Þar mun Jóna Hlíf fjalla um eigin myndlistarferil og verkefni sem hún hefur staðið fyrir. Einnig mun hún fjalla um starf sitt sem formaður SÍM og segja frá helstu hagsmunamálum.
Lesa meira
Nýtt merki, ný heimasíða og fjölbreytt dagskrá

Nýtt merki, ný heimasíða og fjölbreytt dagskrá

Listasafnið á Akureyri heilsar árinu 2015 með nýju merki, nýrri heimasíðu og fjölbreyttri dagskrá. Jafnframt verður nafnið Sjónlistamiðstöðin lagt til hliðar og Ketilhúsið gert að sýningarsal Listasafnsins sem mun þar af leiðandi standa fyrir sýningarhaldi í tveimur byggingum, þ.e. Listasafnsbyggingunni og Ketilhúsinu. Deiglan hefur nú verið færð í umsjá Gilfélagsins.
Lesa meira
Jóna Hlíf Halldórsdóttir

Þriðjudagsfyrirlestrarnir hefjast í næstu viku

Þriðjudaginn 13. janúar kl. 17 heldur Jóna Hlíf Halldórsdóttir, myndlistarmaður og formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna, fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur ársins í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Kjarni. Þar mun Jóna Hlíf fjalla um eigin myndlistarferil og verkefni sem hún hefur staðið fyrir. Einnig mun hún fjalla um starf sitt sem formaður SÍM og segja frá helstu hagsmunamálum.
Lesa meira
Tvær opnanir á laugardaginn

Tvær opnanir á laugardaginn

Laugardaginn 10. janúar kl. 15 verða opnaðar tvær fyrstu sýningar ársins í Listasafninu á Akureyri. Í mið- og austursal má sjá yfirlit á verkum Elísabetar Geirmundsdóttur, Listakonan í Fjörunni, en í vestursal sýnir Habby Osk undir yfirskriftinni (Ó)Stöðugleiki. Síðarnefnda sýningin er hluti af sýningaröð sem mun standa til 8. mars og inniheldur 8 vikulangar sýningar. Aðrir sýnendur eru Brenton Alexander Smith, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Kristján Pétur Sigurðsson, Þóra Karlsdóttir, Joris Rademaker, Lárus H. List og Arnar Ómarsson.
Lesa meira
Vetrarlokun – opnað aftur með tveimur sýningum 10. janúar

Vetrarlokun – opnað aftur með tveimur sýningum 10. janúar

Vetrarlokun stendur nú yfir á Listasafninu þar sem starfsmenn sinna árlegu viðhaldi og öðru tilheyrandi. Fyrsta opnun ársins 2015 verður laugardaginn 10. janúar kl. 15 þegar tvær sýningar opna í Listasafninu. Í mið- og austursal safnsins verður yfirlitssýning á verkum Elísabetar Sigríðar Geirmundsdóttur, Listakonan í fjörunni, en í vestursalnum sýnir Habby Osk undir yfirskriftinni (Ó)stöðuleiki. Síðarnefnda sýningin er hluti af sýningaröð sem mun standa til 8. mars og inniheldur 8 vikulangar sýningar. Aðrir sýnendur eru Brenton Alexander Smith, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Kristján Pétur Sigurðsson, Þóra Karlsdóttir, Joris Rademaker, Lárus H. List og Arnar Ómarsson.
Lesa meira
Áttu listaverk til láns?

Áttu listaverk til láns?

Vegna yfirlitssýninga Elísabetar Sigríðar Geirmundsóttur (Listakonan í fjörunni) og Iðunnar Ágústsdóttur sem haldnar verða snemmma á næsta ári leitar Listasafnið að verkum þeirra til láns. Sýning Elísabetar stendur 10. janúar - 8. mars en sýning I...
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur í Ketilhúsinu: Giorgio Baruchello Athugasemdir um mælskufræði og málverk

Þriðjudagsfyrirlestur í Ketilhúsinu: Giorgio Baruchello Athugasemdir um mælskufræði og málverk

Þriðjudaginn 2. desember kl. 17 heldur Giorgio Baruchello prófessor í heimspeki við Háskólann á Akureyri fyrirlestur í Ketilhúsinu á Akureyri undir yfirskriftinni Athugasemdir um mælskufræði og málverk. Þar mun hann fjalla um hin ævagömlu en gleym...
Lesa meira