KATRÍN INGA JÓNSDÓTTIR HJÖRDÍSARDÓTTIR




KATRÍN INGA JÓNSDÓTTIR HJÖRDÍSARDÓTTIR
SJÁLFSÁSTARVÍRUS - MINNISVARÐI #3
SELF-LOVE VIRUS - MONUMENT #3
Salur 6 svalir
málmur, neon led ljós, steypa 

Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir (f. 1982) er myndlistarmaður sem býr og starfar í
Reykjavík. Hún er með MFA gráðu frá School of Visual Arts í New York (2014), BA í listfræði og
ritlist frá Háskóla Íslands (2012) og BA í myndlist frá Listaháskóla Íslands (2008). Katrín hefur
haldið fjölda einkasýninga bæði hérlendis sem erlendis og einnig tekið tekið þátt í yfir hundrað
samsýningum m.a. í virtum listasöfnum og galleríum víða um heim. Verk hennar er að finna í
safneignum stærstu listasafna hér á landi og hefur hún hlotið fjölda viðurkenninga fyrir
listsköpun sína.

Katrín vinnur þvert á miðla þar sem verk hennar rannsaka samfélagsstrúktúra og gildisviðmið,
beina sjónum að kerfislegum fyrirbærum sem oft gegna aðalhlutverki í sjónrænni heimspeki
hennar. Tilgangur listar og ástar vegur þungt, þar sem leitast er við að rjúfa hringrás pólitískra og
menningarlegra árekstra eins og útilistaverkið Sjálfsástar vírus sýnir okkur.