Flýtilyklar
A! Gjörningahátíð fer fram 9.-12. október
02.10.2025
A! Gjörningahátíð fer fram á Akureyri 9.-12. október næstkomandi. A! er fjögurra daga alþjóðleg gjörningahátíð sem haldin er árlega, nú í ellefta sinn, og er ókeypis inn á alla viðburði.
Hátíðin breytir Akureyri árlega í suðupott spennandi listviðburða og er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Leikfélags Akureyrar, Menningarhússins Hofs, Gilfélagsins, Myndlistarfélagsins á Akureyri og Listnámsbrautar VMA.
Fjölbreyttir gjörningar og leikhústengd verk af öllum toga eru á dagskránni sem mun fara fram í Listasafninu, Hofi, Deiglunni og Mjólkurbúðinni. Þátttakendur eru ungir og upprennandi listamenn, ásamt reyndum og vel þekktum gjörningalistamönnum, dans- og leikhúsfólki.
Listafólkið sem tekur þátt að þessu sinni er: Árni Vil & Lísandra Týra Jónsdóttir, Marte Dahl, Áki Frostason & Andro Manzoni, Sunneva Kjartansdóttir, Ari Logn, Tianjun Li (Timjune), Drengurinn Fengurinn, Linde Rongen & Eydís Rose Vilmundardóttir, Fríða Katrín Bessadóttir, Hildur Elísa Jónsdóttir, Alysse Bowd, Kjersti Austdal, Tátiljurnar.
Verkefnisstjóri er Sara Bjarnason.
Verkefnisstjóri er Sara Bjarnason.
Leit

