Flýtilyklar
Ljósmyndastofa með Siggu Ellu
			
					30.05.2023			
	
	Í tilefni Listasumars verður boðið upp á ljósmyndavinnustofu í Listasafninu á Akureyri. Dagana 12. - 14. júní kl. 10-13 mun ljósmyndarinn Sigga Ella Frímannsdóttir bjóða börnum sem áhuga hafa á ljósmyndamiðlinum að skoða Akureyri með auga myndavélarinnar. Öll eru velkomin, jafnt byrjendur sem lengra komnir
Verkefnastjóri er Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi.
Skráning: Fullt í smiðjuna
Aldur: 10-13 ára
Hámark þátttakenda: 10
Gjald: Ekkert þátttökugjald.
Annað: Myndavélar á staðnum.
Leit
 
                     
				
			 
					 
										