Flýtilyklar
Þriðjudagsfyrirlestur 27. janúar: Sigríður Sunna Reynisdóttir
22.01.2026
Þriðjudaginn 27. febrúar kl. 16:15 heldur Sigríður Sunna Reynisdóttir, búningahönnuður, þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu. Aðgangur er ókeypis.
Sigríður Sunna Reynisdóttir hannar leikmynd fyrir Birting um þessar mundir í Samkomuhúsi Akureyrar fyrir MAk, en áður hefur hún hannað leikmyndir, búninga og leikbrúður fyrir verk á borð við Lísu í Undralandi og Litlu hryllingsbúðina fyrir Leikfélag Akureyrar, auk fjölda annarra sviðsverka í Borgarleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu og víðar. Í þessum fyrirlestri veitir hún innsýn í hönnun leikmynda og innsetninga sem eiga það sameiginlegt að leitast við að kitla ímyndunaraflið.
Sigríður Sunna Reynisdóttir er stofnandi og listrænn stjórnandi hönnunarteymisins ÞYKJÓ sem hlaut Hönnunarverðlaun Íslands árið 2024. Hún á að baki fjölbreyttan bakgrunn á sviði menningar- og lista, allt frá tónlistarviðburðum, sviðslistaverkum, listahátíðum og hönnunarverkefnum til dagskrárgerðar fyrir útvarp. Rauður þráður í verkefnum Sigríðar eru þverfagleg samsköpunarverkefni með þáttöku vísindamanna og listafólks úr ólíkum áttum.
Leit