Flýtilyklar
Tólf tóna kortérið á laugardaginn
03.11.2025
Annað Tólf tóna kortér vetrarins fer fram í Listasafninu næstkomandi laugardag, 8. nóvember, kl. 15 og 16. Þá mun tónlistarfólkið Marteinn J. Ingvarsson Lazarz og Sophia Fedorovych frumflytja tónverkið LEÇON DE TÉNÈBRES – MYRKRALESTUR, harmljóð fyrir tvær fiðlur og þrjá hluti eftir Steinunni Arnbjörgu Stefánsdóttur. Aðgangur er ókeypis.
Tólf tóna kortérið er samstarfsverkefni Listasafnsins á Akureyri, Sóknaráætlunar Norðurlands Eystra, Akureyrarbæjar og Menningarsjóðs FÍH.
Leit