Tólf tóna kortérið: Diana Sus

Tólf tóna kortérið hefst á nýjan leik í Listasafninu á Akureyri næstkomandi laugardag, 4. október, kl. 15-15.15 og kl. 16-16.15. Þá mun lettneska listakonan Diana Sus frumflytja eigið spunaverk, Glit sálarinnar. Sus er þverfagleg listakona frá Lettlandi sem útskrifaðist úr skapandi deild Tónlistarskóla Akureyrar vorið 2020. Hún blandar gjarnan saman tónlist, ljóðum og leiklist og er þekkt fyrir indie-pop kvennabandið sitt Sus Dungo, sem hún lýsir sem blöndu af indie, kvikmyndatónlist og frelsi. Aðgangur er ókeypis.

Tólf tóna kortérið er samstarfsverkefni Listasafnsins á Akureyri,  Sóknaráætlunar Norðurlands Eystra, Akureyrarbæjar og Menningarsjóðs FÍH.