Fréttasafn

Tvær leiðsagnir á laugardaginn

Tvær leiðsagnir á laugardaginn

Laugardaginn 1. september verður boðið upp á tvær leiðsagnir í Listasafninu. Klukkan 11-12 verður fjölskylduleiðsögn um sýningu Hjördísar Frímann og Magnúsar Helgasonar, Hugmyndir. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá sýningunni. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum listamannanna.
Lesa meira
Hagkvæmt að kaupa árskort

Hagkvæmt að kaupa árskort

Ókeypis verður inn á Listasafnið til og með 2. september en eftir það er aðgangseyrir 1.500 krónur. Aftur á móti býðst fólki að kaupa árskort á afar hagstæðu verði eða á aðeins 2.500 krónur og getur fólk þá heimsótt safnið eins oft og það lystir í heilt ár án þess að borga fyrir.
Lesa meira
Jazz á föstudaginn

Jazz á föstudaginn

Föstudaginn 31. ágúst kl. 21 verða jazz tónleikar með The Jazz Standard Quartet í Gili kaffihúsi í anddyri Listasafnsins á Akureyri. Hljómsveitina skipa Dimitrios Theodoropoulos á gítar, Ludvig Kári Forberg á víbrafón, Stefán Ingólfsson á bassa og Rodrigo Lopez á trommur. Þeir félagar spila m.a. tónlist eftir Thelonious Monk, Tiny Grimes, Lou Donaldson, Clare Fischer, Steve Swallow, Milt Jackson á meðal annarra. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Ljóðalestur alla sunnudaga í september

Ljóðalestur alla sunnudaga í september

Alla sunnudaga í september kl. 14 velur tiltekið ljóðskáld sér listaverk í einu af rýmum Listasafnsins undir yfirskriftinni Til málamynda. Ljóðskáldið mun eiga samtal við valið verk og býr til nýja tilfinningu, nýja upplifun og nýtt pláss í huga þeirra sem vilja ljá augu og eyru.
Lesa meira
Sóknarskáld.

Ljóðalestur í Listasafninu

Miðvikudaginn 29. ágúst kl. 17 verður boðið upp á ljóðalestur með Sóknarskáldum í Gili kaffihúsi í anddyri Listasafnsins. Sóknarskáld er félagsskapur tveggja ungra skálda í Eyjafjarðarsókn sem vilja blása lífi í ljóðið og bjóða lýðnum í birginn. Karólína Rós og Sölvi Halldórsson flytja eigin ljóð um ástir, sundlaugar og umferðina. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Leiðsögn um safneignina

Leiðsögn um safneignina

Þriðjudaginn 28. ágúst kl. 17-17.45 verður boðið upp á leiðsögn um sýninguna Úrval - verk úr safneign Listasafnsins. Hlynur Hallsson, safnstjóri, tekur á móti gestum og segir frá verkum og listamönnum. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Mikil gleði á opnunardegi

Mikil gleði á opnunardegi

Á laugardaginn á Akureyrarvöku voru ný salarkynni Listasafnsins formlega opnuð almenningi og jafnframt var 25 ára afmæli safnsins fagnað. Mikil ánægja ríkti á meðal þeirra þrjú þúsund gesta sem heimsóttu safnið á opnunardaginn og nutu veitinga, ávarpa, tónlistaratriða og sex sýninga sem opnaðar voru af þessu tilefni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti ávarp, sömuleiðis Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Ásthildur Sturludóttir nýr bæjarstjóri á Akureyri og Hlynur Hallsson safnstjóri. Listamennirnir sem opnuðu sýningar í safninu á laugardaginn eru Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Sigurður Árni Sigurðsson, Hjördís Frímann og Magnús Helgason. Einnig voru opnaðar sýningar á verkum úr safneignum Listasafnsins á Akureyri og Listasafns ASÍ, og ljósmyndasýningin Frá Kaupfélagsgili til Listagils.
Lesa meira
Vikulöng opnunar- og 25 ára afmælisdagskrá framundan

Vikulöng opnunar- og 25 ára afmælisdagskrá framundan

Á Akureyrarvöku, laugardaginn 25. ágúst kl. 15 verða ný salarkynni Listasafnsins formlega opnuð almenningi og jafnframt verður 25 ára afmæli safnsins fagnað. Af því tilefni verður rúmlega vikulöng dagskrá í boði.
Lesa meira
Mikil eftirvænting vegna opnunar á Akureyrarvöku

Mikil eftirvænting vegna opnunar á Akureyrarvöku

Laugardaginn 25. ágúst verða dyr Listasafnsins á Akureyri opnaðar að nýju eftir stórfelldar endurbætur og stækkun á húsakynnum þess. Sýningarsalir voru áður fimm en eru nú tólf og að auki verður nýtt kaffihús opnað á safninu.
Lesa meira
Nýtt Listasafn opnað á Akureyrarvöku

Nýtt Listasafn opnað á Akureyrarvöku

Formleg vígsla og opnun stórbættra og aukinna salarkynna Listasafnsins á Akureyri fer fram á Akureyrarvöku laugardaginn 25. ágúst næstkomandi kl. 15-22. Þá sömu helgi verður 25 ára afmæli safnsins fagnað og fjórum dögum síðar á Akureyrarkaupstaður 156 ára afmæli.
Lesa meira