Flýtilyklar
Fréttasafn
Fyrsti Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins
01.10.2018
Þriðjudaginn 2. október kl. 17 heldur Þórunn Soffía Þórðardóttir, listfræðingur, fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Fagmennska og ígrundun safnakennara á listasöfnum - lokaverkefni í menntunarfræðum við Háskólann á Akureyri. Þar fjallar hún um meistaraverkefni sitt í menntunarfræðum þar sem var skoðað hvernig safnakennarar á listasöfnum hugsa um sig sem fagmenn og fagstétt. Verkefnið var í formi viðtalsrannsóknar þar sem var rætt við fjóra safnakennara og leitast var við að varpa ljósi á persónulega sýn þeirra á störfin og hlutverk inni á listasöfnunum. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Til málamynda: síðasti upplestur
27.09.2018
Sunnudaginn 30. september kl. 14 verður ljóðalestur í Listasafninu með Ásgeiri H. Ingólfssyni, bókmenntafræðingi og skáldi, undir yfirskriftinni Til málamynda. Ásgeir velur sér listaverk í einu af rýmum Listasafnsins og í upplestrinum býr hann til nýja tilfinningu, nýja upplifun og nýtt pláss í huga þeirra sem vilja ljá augu og eyru.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn
26.09.2018
Sunnudaginn 30. september kl. 11-12 verður boðið upp á fjölskylduleiðsögn um sýningu Sigurðar Árna Sigurðssonar, Hreyfðir fletir. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, tekur á móti börnum og fullorðnum og segir frá sýningunni. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum listamannsins.
Aðgangur á fjölskylduleiðsögnina er ókeypis í boði Norðurorku.
Lesa meira
Ljóðalestur á sunnudaginn
21.09.2018
Sunnudaginn 23. september kl. 14 verður ljóðalestur í Listasafninu með Sverri Páli Erlendssyni, menntaskólakennara, undir yfirskriftinni Til málamynda. Sverrir Páll velur sér listaverk í einu af rýmum Listasafnsins og í upplestrinum býr hann til nýja tilfinningu, nýja upplifun og nýtt pláss í huga þeirra sem vilja ljá augu og eyru.
Lesa meira
Opnun á laugardaginn
18.09.2018
Laugardaginn 22. september kl. 15 verður sýning Gústavs Geirs Bollasonar og Clémentine Roy, Carcasse, opnuð í Listasafninu, Ketilhúsi. Carcasse er klukkustundar löng kvikmynd sem myndlistarmennirnir tveir unnu að í sameiningu á árunum 2012-2017. Myndin er nú sýnd í fyrsta sinn í listasafni á Íslandi, en áður hefur hún hefur áður verið sýnd í Berlinische Galerie í Berlín í Þýskalandi og á nokkrum kvikmyndahátíðum.
Lesa meira
Ljóðalestur á sunnudaginn
11.09.2018
Sunnudaginn 16. september kl. 14 verður ljóðalestur í Listasafninu með Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur, myndlistarkonu, undir yfirskriftinni Til málamynda. Ragnheiður Harpa velur sér listaverk í einu af rýmum Listasafnsins og í upplestrinum býr hún til nýja tilfinningu, nýja upplifun og nýtt pláss í huga þeirra sem vilja ljá augu og eyru.
Lesa meira
Leiðsögn og sýningarlok
11.09.2018
Laugardaginn 15. september kl. 15-15.30 verður boðið upp á leiðsögn um sýningu Anítu Hirlekar, Bleikur og grænn. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna og einstaka verk. Sýningunni lýkur næstkomandi sunnudag, 16. september.
Lesa meira
Aqua María
07.09.2018
Laugardaginn 8. september kl. 13.15 í Hofi fremur Gjörningaklúbburinn gjörninginn Aqua María, en hann er hluti af Lýsu – rokkhátíð samtalsins sem fer fram á Akureyri um helgina.
Lesa meira
Ljóðalestur á sunnudaginn
04.09.2018
Sunnudaginn 2. september kl. 14 verður ljóðalestur í Listasafninu með Sessilíu Ólafsdóttur, Vandræðaskáldi og leik- og tónlistarkonu, undir yfirskriftinni Til málamynda. Sesselía velur sér listaverk í einu af rýmum Listasafnsins og í upplestrinum býr hún til nýja tilfinningu, nýja upplifun og nýtt pláss í huga þeirra sem vilja ljá augu og eyru.
Lesa meira
Listamannaspjall um helgina
04.09.2018
Um komandi helgi verður boðið upp á listamannaspjall um tvær sýningar Listasafnsins. Á laugardaginn kl. 15 mun mun Sigurður Árni Sigurðsson segja frá sýningu sinni Hreyfðir fletir og á sunnudaginn er komið að Aðalheiði S. Eysteinsdóttur að segja frá sinni sýningu, Hugleiðing um orku. Stjórnandi viðburðanna er Hlynur Hallsson, safnstjóri og sýningastjóri beggja sýninga. Aðgöngumiði á Listasafnið jafngildir aðgangi að listamannaspjalli.
Lesa meira
Leit

