Flýtilyklar
Fréttasafn
Leiðsögn með Guðmundi Ármanni
31.07.2018
Annan hvern laugardag í sumar hefur Listasafnið á Akureyri boðið upp á leiðsögn með listamönnum og fræðifólki um sýninguna Fullveldið endurskoðað. Laugardaginn 4. ágúst mun Guðmundur Ármann Sigurjónsson segja frá hugleiðingum sínum í tengslum við sýninguna og einstaka verk. Leiðsögnin hefst kl. 15 við Listasafnið, Ketilhús og verður svo gengið á milli verkanna og mun leiðsögnin taka um 45 mínútur.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn um sýningu Anítu
30.07.2018
Laugardaginn 11. ágúst kl. 11-12 verður boðið upp á fjölskylduleiðsögn um sýningu Anítu Hirlekar, Bleikur og grænn. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá sýningu Anítu. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum listakonunnar.
Lesa meira
Leiðsögn og listamannaspjall í sumar
25.05.2018
Leiðsögn um sýningu Anítu Hirlekar, Bleikur og grænn, alla fimmtudaga í sumar kl. 15-15.30 og á ensku kl. 15.30-16. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna og einstaka verk. Innifalið í miðaverði.
Lesa meira
Leiðsögn á laugardegi
22.05.2018
Laugardaginn 26. maí verður annars vegar boðið upp á fjölskylduleiðsögn um sýningu Anítu Hirlekar, Bleikur og grænn, kl. 11-12 og hins vegar útisýninguna Fullveldið endurskoðað kl. 15-15.45.
Lesa meira
Aníta Hirlekar opnar á laugardaginn
15.05.2018
Laugardaginn 19. maí kl. 15 verður opnuð í Listasafninu, Ketilhúsi sýning Anítu Hirlekar, Bleikur og grænn. Í hugmyndafræði Anítu sameinast handverk og tískuvitund með einkennandi hætti. Listrænar litasamsetningar og handbróderaður stíll eru áberandi þættir í hönnun hennar.
Lesa meira
Nemendur með leiðsögn
24.04.2018
Fimmtudaginn 26. apríl kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn um sýningu á lokaverkefnum nemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA. Hlynur Hallsson, safnstjóri, og nokkrir nemendur taka á móti gestum og fræða þá um sýninguna og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Opnun á laugardaginn
23.04.2018
Laugardaginn 28. apríl kl. 15 verður opnuð í Listasafninu, Ketilhúsi samsýningin Fullveldið endurskoðað . Um er að ræða útisýningu sem sett er upp á völdum stöðum í miðbæ Akureyrar. Alls eiga 10 ólíkir myndlistarmenn verk á sýningunni sem gerð eru sérstaklega í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands. Markmiðið er að sýna nýja hlið á stöðu fullveldisins á okkar tímum og fá áhorfendur til að velta fyrir sér hugmyndum, útfærslum og fjölbreyttum sjónarhornum því tengdu.
Lesa meira
Síðasti séns
16.04.2018
Laugardaginn 21. apríl kl. 15 verður opnuð sýning á lokaverkefnum nemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA, Síðasti séns, í Listasafninu, Ketilhúsi.
Lesa meira
Síðasta leiðsögn og sýningalok
11.04.2018
Fimmtudaginn 12. apríl kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á síðustu leiðsögnina um samsýninguna Sköpun bernskunnar 2018 og sýningu Bergþórs Morthens, Rof. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýningarnar, en þeim lýkur báðum næstkomandi sunnudag.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á laugardaginn
10.04.2018
Laugardaginn 14. apríl kl. 11-12 verður boðið upp á fjölskylduleiðsögn í Listasafninu, Ketilhúsi. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá samsýningunni Sköpun bernskunnar 2018 og sýningu Bergþórs Morthens, Rof.
Lesa meira
Leit

