Flýtilyklar
Fréttasafn
Útboð á rekstri kaffihúss í Listasafninu á Akureyri
09.01.2018
Listasafnið á Akureyri leitar eftir aðila/aðilum til að annast rekstur á kaffihúsi í Listasafninu á Akureyri.
Nýtt og endurbyggt Listasafn opnar sumarið 2018 með góðri aðstöðu fyrir spennandi kaffihús á jarðhæð safnsins. Kaffihúsið verður sjálfstæð eining á góðum stað í Listagilinu en jafnframt mikilvægur hluti af Listasafninu.
Útboðsgögn verða afhent frá og með miðvikudeginum 10. janúar 2018. Vinsamlegast óskið eftir gögnum í g
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestrarnir hefjast að nýju 23. janúar
07.01.2018
Jón Proppé, listheimspekingur, heldur fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur ársins þann 23. janúar næstkomandi í Listasafninu, Ketilhúsi, en þar mun hann fjalla um Louisu Matthíasdóttur. Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistafélagsins og Háskólans á Akureyri.
Lesa meira
Leiðsögn milli jóla- og nýárs
26.12.2017
Boðið verður upp á leiðsögn milli jóla- og nýárs, fimmtudaginn 28. desember kl. 12.15-12.45, í Listasafninu, Ketilhúsi um sýningu á verkum Louisu Matthíasdóttur, Stúlka með hjól. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Gleðileg jól!
22.12.2017
Listasafnið á Akureyri óskar landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.
Lesa meira
Opnunartími yfir hátíðirnar
21.12.2017
Listasafnið, Ketilhús verður opið á milli jóla og nýárs. Hér að neðan má sjá auglýstan opnunartíma yfir hátíðirnar.
Lesa meira
Leiðsögn á fimmtudegi
13.12.2017
Fimmtudaginn 21. desember kl. 11-12 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu, Ketilhúsi um sýningu á verkum Louisu Matthíasdóttur, Stúlka með hjól. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn
12.12.2017
Laugardaginn 16. desember kl. 11-12 verður boðið upp á fjölskylduleiðsögn í Listasafninu, Ketilhúsi. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá sýningu á verkum Louisu Matthíasdóttur, Stúlka með hjól. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum listakonunnar.
Lesa meira
Opnun á laugardaginn
04.12.2017
Laugardaginn 9. desember kl. 15 verður opnuð sýning á verkum Louisu Matthíasdóttur, Stúlka með hjól, í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi.
Lesa meira
Útskriftarsýning VMA
17.11.2017
Laugardaginn 25. nóvember kl. 15 verður útskriftarsýning nemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA opnuð í Listasafninu, Ketilhúsi. Sýning á lokaverkefnum nemenda hefur lengi verið fastur liður í starfsemi listnáms- og hönnunarbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri. Nemendur fá eina önn til að vinna að lokaverkefnum sínum og uppsetningu sýningar í samvinnu við leiðsagnarkennara og samnemendur þar sem áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Jessica Tawczynski
13.11.2017
Þriðjudaginn 14. nóvember kl. 17-17.40 heldur bandaríska myndlistarkonan Jessica Tawczynski síðasta Þriðjudagsfyrirlestur ársins í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Í fyrirlestrinum mun Jessica fjalla um nálgun sína í listinni og hvernig hún hefur skapað sitt eigið sjónræna tungumál.
Lesa meira
Leit

