Fréttasafn

Sara Björg Bjarnadóttir.

Tvær opnanir á laugardaginn

Laugardaginn 25. mars kl. 15 verða tvær sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri, annars vegar sýning Söru Bjargar Bjarnadóttur, Tvær eilífðir milli 1 og 3, og hins vegar sýning Guðjóns Gísla Kristinssonar, Nýtt af nálinni, sem er hluti af listahátíðinni List án landamæra.
Lesa meira
Stefán Þór Sæmundsson.

Þriðjudagsfyrirlestur: Stefán Þór Sæmundsson

Þriðjudaginn 21. mars kl. 17-17.40 heldur Stefán Þór Sæmundsson, rithöfundur og íslenskukennari, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Tungumál og tákn. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Ludvig Kári Forberg.

Tólf tóna kortérið hefur göngu sína að nýju

Laugardaginn 18. mars kl. 15.00-15.15 og kl. 16.00-16.15 hefst Tólf tóna kortérið á nýjan leik, en þá mun Ludvig Kári Forberg, víbrafónleikari, stíga á stokk undir yfirskriftinni Rákir experimental. Þar mun hann gera tóntilraunir á víbrafón með eigin tónsmíðar, sem komu út á plötunni Rákir síðla árs 2021. Einnig mun hann frumflytja nýtt efni. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Hlynur Hallsson og Guðni Th. Jóhannesson, forseti.

Forseti Íslands í heimsókn

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, kom í heimsókn í Listasafnið í dag. Þar hitti hann starfsfólk safnsins og skoðaði sýningarnar. Hlynur Hallsson, safnstjóri, gekk með Guðna í gegnum safnið og sagði frá 30 ára sögu þess og yfirstandandi sýningum. Takk fyrir komuna Guðni.
Lesa meira
Hyo Jung Bea.

Þriðjudagsfyrirlestur: Hyo Jung Bea

Þriðjudaginn 14. mars kl. 17-17.40 heldur Suður-Kóreska myndlistarkonan Hyo Jung Bea Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Hyo Jung Bea Work: On underwater / Performance / Video / Installation. Aðgangur er ókeypis á fyrirlesturinn sem fer fram á ensku.
Lesa meira
Einar Sigþórsson. Mynd: Aníta Eldjárn.

Þriðjudagsfyrirlestur: Einar Sigþórsson

Þriðjudaginn 7. mars kl. 17-17.40 heldur Einar Sigþórsson, arkitekt, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Hvað, hvernig og hvers vegna? Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Þorvaldur Þorsteinsson, Akademíur, 1996.

Leiðsögn á Hlíð

Föstudaginn 3. mars kl. 14 verður boðið upp á leiðsögn um sýninguna Hér og þar I sem nú stendur yfir á Hlíð – Heilsuvernd, hjúkrunarheimili og eru allir velkomnir. Á sýningunni má sjá verk eftir listamennina Jón Laxdal, Roj Friberg og Þorvald Þorsteinsson, en allir hafa þeir unnið með bókmenntir og texta í verkum sínum.
Lesa meira
Andrea Weber. Mynd: Claudia Goulet-Blais.

Þriðjudagsfyrirlestur: Andrea Weber

Þriðjudaginn 28. febrúar kl. 17-17.40 heldur fransk-þýska myndlistarkonan Andrea Weber Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni How the experience of the Icelandic landscape, and more specifically the sky, has shaped my art work. Aðgangur er ókeypis á fyrirlesturinn sem fer fram á ensku.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Sunnudaginn 26. febrúar kl. 11-12 verður boðið upp á fjölskylduleiðsögn í Listasafninu. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá sýningu Ragnars Kjartanssonar, The Visitors, og samsýningunni Nýtt og splunkunýtt og fjallar um einstaka verk.
Lesa meira
Tvær sýningar opnaðar á laugardaginn

Tvær sýningar opnaðar á laugardaginn

Laugardaginn 25. febrúar kl. 15 verða sýningarnar Sköpun bernskunnar 2023 og Innan rammans opnaðar í Listasafninu á Akureyri.
Lesa meira