Flýtilyklar
Fréttasafn
Þriðjudagsfyrirlestur: Pablo Hannon
08.03.2024
Þriðjudaginn 12. mars kl. 17-17.40 heldur sílenski/belgíski myndlistarmaðurinn Pablo Hannon Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni 10 Projects, 1 Practice. Aðgangur er ókeypis á fyrirlesturinn, sem fer fram á ensku.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Joris Rademaker
01.03.2024
Þriðjudaginn 6. mars kl. 17-17.40 heldur myndlistarmaðurinn Joris Rademaker Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Á leiðinni. Í fyrirlestrinum fjallar hann um vegferð sína í listinni og sýnir sýnir 6 mínútna myndband Örlygs Hnefils sem gert var í tengslum við sýningu Jorisar í Listasafninu 2010. Einnig sýnir Joris nokkur málverk sem verða til umfjöllunar og í lok fyrirlestursins mun hann fremja gjörning.
Lesa meira
Listasafnið tekur þátt í Frönsku kvikmyndahátíðinni
27.02.2024
Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri hófst í síðustu viku. Listasafnið er þátttakandi og sýnir tvær myndir. Fimmtudaginn 29. febrúar kl. 17 verður sýnd stop-motion myndin Interdit aux chiens et aux Italiens / Bönnuð hundum og Ítölum og sunnudaginn 3. mars kl. 15 verður sýnd heimildarmyndin La Panthère des neiges / Snjóhlébarðinn.
Lesa meira
Fyrsta Tólf tóna kortér ársins
27.02.2024
Laugardaginn 3. mars hefst Tólf tóna kortérið á nýjan leik. Fyrstu tónleikar ársins bera yfirskriftina Ó mig auma! en þar mun Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir frumflytja eigin tónsmíð á selló við ljóð Fríðu Karlsdóttur. Tónleikarnir fara fram kl. 15-15.15 og kl. 16-16.15. Ókeypis aðgangur.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestri frestað
27.02.2024
Fyrirhuguðum Þriðjudagsfyrirlestri sem Guðrún Hadda Bjarnadóttir, handverks- og myndlistarkona, átti að halda í dag kl. 17 hefur verið frestað vegna veikinda. Ný dagsetning verður auglýst síðar. Beðist er velvirðingar á þessari breytingu.
Lesa meira
Franska kvikmyndahátíðin hefst á morgun
20.02.2024
Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri hefst á morgun miðvikudaginn 21. febrúar og stendur til 3. mars.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn
19.02.2024
Sunnudaginn 25. febrúar kl. 11-12 mun Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segja börnum og fullorðnum frá sýningunni Safn: Hildigunnur Birgisdóttir og verk úr safneign. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum listafólksins.
Lesa meira
Tvær sýningar opnaðar á laugardaginn
19.02.2024
Laugardaginn 24. febrúar kl. 15 verða samsýningarnar Sköpun bernskunnar 2024 og Samspil opnaðar í Listasafninu á Akureyri. Þetta er ellefta sýningin undir heitinu Sköpun bernskunnar. Hún er sett upp sem hluti af safnfræðslu, með það markmið að gera sýnilegt og örva skapandi starf barna á aldrinum fimm til sextán ára. Þátttakendur hverju sinni eru skólabörn og starfandi myndlistarmenn. Unnin eru verk sem falla að þema sýningarinnar, sem að þessu sinni er hringir.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestri frestað
17.02.2024
Fyrirhuguðum Þriðjudagsfyrirlestri Heiðu Bjarkar Vilhjálmsdóttur um Kötu saumakonu, sem átti að fara fram þriðjudaginn 20. febrúar kl. 17 hefur verið frestað vegna óviðráðanlegra orsaka. Fyrirlesturinn mun þess í stað fara fram 2. apríl næstkomandi. Beðist er velvirðingar á þessari breytingu.
Lesa meira
A! kallar eftir gjörningum
12.02.2024
A! Gjörningahátíð kallar eftir gjörningum eða hugmyndum frá listafólki úr öllum listgreinum og öðrum sem hafa áhuga á þátttöku í hátíðinni, sem fram fer 10.-13. október næstkomandi og nú í tíunda sinn. Þátttakendur fá 80.000 krónur í þóknun fyrir þátttöku. Ferðakostnaður er ekki greiddur né tilfallandi kostnaður við verkin, en skipuleggjendur hvetja listafólk til þess að sækja um styrki í menningarsjóði.
Lesa meira