Flýtilyklar
Fréttasafn
Sigríður Örvarsdóttir ráðin safnstjóri
17.04.2024
Sigríður Örvarsdóttir hefur verið ráðin nýr safnstjóri Listasafnsins á Akureyri. Sigríður er með MA gráðu í safnafræði frá Háskóla Íslands (2018), BA gráðu í textílhönnun frá Seminaret for Kunst og Haandværk í Danmörku (2001), ásamt meistaranámi í prjónahönnun frá Academie Royale des Beux-Arts (2014) og viðbótardiplómu í hagnýtri jafnréttisfræði frá Háskóla Íslands (2009). Auk þess er hún með kennsluréttindi í grunn- og framhaldsskóla (2001).
Lesa meira
Listamannaspjall með Gunnari Kr. Jónassyni
16.04.2024
Laugardaginn 20. apríl kl. 15 verður listamannaspjall með Gunnari Kr. Jónassyni um verk hans á samsýningunni Sköpun bernskunnar. Stjórnandi er Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, sýningarstjóri. Aðrir þátttakendur sýningarinnar eru Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir og nemendur úr leikskólanum Naustatjörn og grunnskólunum Glerárskóla og Naustaskóla.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn
16.04.2024
Sunnudaginn 21. apríl kl. 11-12 mun Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segja börnum á og fullorðnum frá samsýningunni Sköpun bernskunnar. Á sýningunni má sjá verk eftir listafólkið Gunnar Kr. Jónasson og Ingunni Fjólu Ingþórsdóttur ásamt verkum nemenda úr leikskólanum Naustatjörn og grunnskólunum Glerárskóla og Naustaskóla. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum sýningarinnar.
Lesa meira
Álfar og huldufólk í Listasafninu
10.04.2024
Sunnudaginn 14. apríl kl. 11-13 verður boðið upp á listsmiðju í Listasafninu undir yfirskriftinni Lifandi náttúra. Smiðjan er ætluð börnum á aldrinum 9-13 ára og er hluti af Barnamenningarhátíð á Akureyri. Umsjón hefur Rakel Hinriksdóttir, skáld og myndlistarkona. Listsmiðjan er styrkt af SSNE og haldin í tengslum við ráðstefnuna Huldustígur sem fer fram í Hofi 20. apríl næstkomandi, þar sem umfjöllunarefnið verður álfar og huldufólk.
Lesa meira
Styrkur frá Listaverkasafni Valtýs Péturssonar
05.04.2024
Listasafninu á Akureyri hlotnaðist sá heiður á dögunum að hljóta styrk úr sjóði Listaverkasafns Valtýs Péturssonar að upphæð 1.500.000, en þann 27. mars síðastliðinn voru 105 ár liðin frá fæðingu Valtýs. Listaverkasafnið var stofnað 2011 til að halda ævistarfi hans til haga. Styrknum skal varið í kaup á listaverkum eftir ungt myndlistarfólk, en auk Listasafnsins hlaut Listasafn Íslands einnig styrk úr sjóðnum. Er stjórn sjóðsins þakkað traustið.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Guðrún Hadda Bjarnadóttir
04.04.2024
Þriðjudaginn 9. apríl kl. 17-17.40 heldur Guðrún Hadda Bjarnadóttir, handverks- og myndlistarkona, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu undir yfirskriftinni Dyngjan – listhús. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Leiðsögn fyrir leikskólabörn
03.04.2024
Sunnudaginn 7. apríl kl. 11-12 mun Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segja börnum á leikskólaaldri frá samsýningunni Sköpun bernskunnar. Á sýningunni má sjá verk eftir listafólkið Gunnar Kr. Jónasson og Ingunni Fjólu Ingþórsdóttur ásamt verkum nemenda úr leikskólanum Naustatjörn og grunnskólunum Glerárskóla og Naustaskóla. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum sýningarinnar.
Lesa meira
Styrkur frá Listaverkasafni Valtýs Péturssonar
30.03.2024
Listasafninu á Akureyri hlotnaðist sá heiður á dögunum að hljóta styrk úr sjóði Listaverkasafns Valtýs Péturssonar að upphæð 1.500.000, en þann 27. mars síðastliðinn voru 105 ár liðin frá fæðingu Valtýs. Listaverkasafnið var stofnað 2011 til að halda ævistarfi hans til haga. Styrknum skal varið í kaup á listaverkum eftir ungt myndlistarfólk. Tilkynnt verður um kaupin í aprílmánuði, en auk Listasafnsins á Akureyri hlaut Listasafn Íslands einnig styrk úr sjóðnum. Er stjórn sjóðsins þakkað traustið.
Lesa meira
Gleðilega páska!
27.03.2024
Gleðilega páska! Listasafnið verður opið alla páskahátíðina kl. 12-17. Verið velkomin.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Heiða Björk Vilhjálmsdóttir
27.03.2024
Þriðjudaginn 2. apríl kl. 17-17.40 heldur Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, safnfræðslufulltrúi Listasafnsins á Akureyri, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu undir yfirskriftinni Kata saumakona: Frá hugmynd til sýningar. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Leit

