Flýtilyklar
Fréttasafn
Tvær opnanir á laugardaginn
18.03.2024
Laugardaginn 23. mars kl. 15 verða tvær sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri, annars vegar sýning Salóme Hollanders, Engill og fluga, og hins vegar sýning Heiðdísar Hólm, Vona að ég kveiki ekki í. Á opnunardegi kl. 15.45 verður listamannaspjall við báðar listakonurnar sem Freyja Reynisdóttir, verkefna- og sýningarstjóri, stýrir.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Donat Prekorogja
13.03.2024
Þriðjudaginn 19. mars kl. 17-17.40 heldur svissneski myndlistarmaðurinn Donat Prekorogja Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Smiling Pebbles. Aðgangur er ókeypis á fyrirlesturinn, sem fer fram á ensku.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Pablo Hannon
08.03.2024
Þriðjudaginn 12. mars kl. 17-17.40 heldur sílenski/belgíski myndlistarmaðurinn Pablo Hannon Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni 10 Projects, 1 Practice. Aðgangur er ókeypis á fyrirlesturinn, sem fer fram á ensku.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Joris Rademaker
01.03.2024
Þriðjudaginn 6. mars kl. 17-17.40 heldur myndlistarmaðurinn Joris Rademaker Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Á leiðinni. Í fyrirlestrinum fjallar hann um vegferð sína í listinni og sýnir sýnir 6 mínútna myndband Örlygs Hnefils sem gert var í tengslum við sýningu Jorisar í Listasafninu 2010. Einnig sýnir Joris nokkur málverk sem verða til umfjöllunar og í lok fyrirlestursins mun hann fremja gjörning.
Lesa meira
Listasafnið tekur þátt í Frönsku kvikmyndahátíðinni
27.02.2024
Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri hófst í síðustu viku. Listasafnið er þátttakandi og sýnir tvær myndir. Fimmtudaginn 29. febrúar kl. 17 verður sýnd stop-motion myndin Interdit aux chiens et aux Italiens / Bönnuð hundum og Ítölum og sunnudaginn 3. mars kl. 15 verður sýnd heimildarmyndin La Panthère des neiges / Snjóhlébarðinn.
Lesa meira
Fyrsta Tólf tóna kortér ársins
27.02.2024
Laugardaginn 3. mars hefst Tólf tóna kortérið á nýjan leik. Fyrstu tónleikar ársins bera yfirskriftina Ó mig auma! en þar mun Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir frumflytja eigin tónsmíð á selló við ljóð Fríðu Karlsdóttur. Tónleikarnir fara fram kl. 15-15.15 og kl. 16-16.15. Ókeypis aðgangur.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestri frestað
27.02.2024
Fyrirhuguðum Þriðjudagsfyrirlestri sem Guðrún Hadda Bjarnadóttir, handverks- og myndlistarkona, átti að halda í dag kl. 17 hefur verið frestað vegna veikinda. Ný dagsetning verður auglýst síðar. Beðist er velvirðingar á þessari breytingu.
Lesa meira
Franska kvikmyndahátíðin hefst á morgun
20.02.2024
Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri hefst á morgun miðvikudaginn 21. febrúar og stendur til 3. mars.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn
19.02.2024
Sunnudaginn 25. febrúar kl. 11-12 mun Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segja börnum og fullorðnum frá sýningunni Safn: Hildigunnur Birgisdóttir og verk úr safneign. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum listafólksins.
Lesa meira
Tvær sýningar opnaðar á laugardaginn
19.02.2024
Laugardaginn 24. febrúar kl. 15 verða samsýningarnar Sköpun bernskunnar 2024 og Samspil opnaðar í Listasafninu á Akureyri. Þetta er ellefta sýningin undir heitinu Sköpun bernskunnar. Hún er sett upp sem hluti af safnfræðslu, með það markmið að gera sýnilegt og örva skapandi starf barna á aldrinum fimm til sextán ára. Þátttakendur hverju sinni eru skólabörn og starfandi myndlistarmenn. Unnin eru verk sem falla að þema sýningarinnar, sem að þessu sinni er hringir.
Lesa meira
Leit

