Fréttasafn

Guðmundur Ármann, Pubescens Bertula, 2022.

Þrjár sýningar opnaðar á laugardaginn

Laugardaginn 3. desember kl. 15 verða þrjár sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri: Úrval verka úr Listasafni Háskóla Íslands, Stofn, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá, Vatnið og landið, og samsýningin Solander 250: Bréf frá Íslandi. Ávörp flytja Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins, Kristján Steingrímur Jónsson, safnstjóri Listasafns Háskóla Íslands, og Pär Ahlberger, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi. Arctic Opera mun stíga á stokk kl. 15.30 og kl. 16 verður boðið upp á leiðsögn um Solander 250: Bréf frá Íslandi.
Lesa meira
Sýning á rafrænni smiðju

Sýning á rafrænni smiðju

Afrakstur fjórðu listsmiðju verkefnisins Sköpun utan línulegrar dagskrár er nú til sýnis í Listasafninu á Akureyri. Verkefnið felst í að bjóða fjölskyldum að taka þátt í rafrænni listsmiðju þar sem börn fá tækifæri til að skapa sitt eigið listaverk í samvinnu við sína nánustu.
Lesa meira
Kristinn G. Jóhannsson.

Listamannaspjall með Kristni G. Jóhannssyni

Laugardaginn 26. nóvember kl. 15 verður boðið upp á listamannaspjall með Kristni G. Jóhannssyni. Stjórnandi er Brynhildur Kristinsdóttir, sýningarstjóri. Aðgöngumiði á Listasafnið jafngildir aðgangi að listamannaspjalli.
Lesa meira
Kristinn G. Jóhannsson, Haustsól í heiðinni, 2021.

Fjölskylduleiðsögn í Nýtniviku

Sunnudaginn 27. nóvember kl. 11-12 verður boðið upp á fjölskylduleiðsögn í Listasafninu. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá sýningum Kristins G. Jóhannssonar, Málverk, og Rebekku Kühnis, Innan víðáttunnar, of fjallar um einstaka verk.
Lesa meira
Leiðsögn á síðasta sýningardegi

Leiðsögn á síðasta sýningardegi

Sunnudaginn 20. nóvember kl. 15-16 verður boðið upp á leiðsögn um sýninguna Gjöfin til íslenzkrar alþýðu. Þetta er síðasti sýningardagurinn og af því tilefni mun Elísabet Gunnarsdóttir, safnstjóri Listasafns ASÍ, spjalla við gesti um sýninguna ásamt Trausta Jörundarsyni, formanni Sjómannasambands Eyjafjarðar.
Lesa meira
Nemendasýning VMA opnuð á laugardaginn

Nemendasýning VMA opnuð á laugardaginn

Laugardaginn 19. nóvember kl. 15 verður nemendasýning listnáms- og hönnunarbrautar VMA, Mín leið, opnuð. Sýningin stendur til 27. nóvember.
Lesa meira
Síðasta sýningarhelgi listsmiðju Villa

Síðasta sýningarhelgi listsmiðju Villa

Framundan er síðasta sýningarhelgi á afrakstri þriðju listsmiðju verkefnisins Sköpun utan línulegrar dagskrár.
Lesa meira
Tólf tóna kortérið á laugardaginn

Tólf tóna kortérið á laugardaginn

Laugardaginn 12. nóvember kl. 15-15.15 og 16-16.15 munu Helena G. Bjarnadóttir, sópran, og Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir, selló, frumflytja nýtt tónverk, Aquaaria og sjö tilbrigði, eftir Daníel Þorsteinsson í Listasafninu. Tónleikarnir fara fram í sal 04 og eru liður í tónleikaröðinni Tólf tóna kortérið sem unnið er í samstarfi við Tónlistarskólann á Akureyri. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Kristinn G. Jóhannsson.

Þriðjudagsfyrirlestur: Kristinn G. Jóhannsson

Þriðjudaginn 8. nóvember kl. 17-17.40 heldur Kristinn G. Jóhannsson, myndlistarmaður, Þriðjudagsfyrirlestur undir yfirskriftinni Önnur ævi af tveimur. Þar mun hann fjalla um sviptingarnar í málverkinu og rekja langan feril sinn í myndlistinni. Sýning Kristins, Málverk, stendur nú yfir í sölum 02-05 í Listasafninu.
Lesa meira
Boreal haldin í þriðja sinn

Boreal haldin í þriðja sinn

Dansmyndahátíðin Boreal verður haldin í þriðja sinn 11.-17. nóvember í Deiglunni og Listasafninu á Akureyri. Hátíðin miðar að eflingu danslista og margmiðlunar með sérstaka áherslu á alþjóðasamstarf.
Lesa meira