Flýtilyklar
Fréttasafn
Þriðja rafræna listasmiðjan komin í loftið
08.09.2022
Þriðja rafræna listasmiðja Listasafnsins undir yfirskriftinni Sköpun utan línulegrar dagskrár er nú komin í loftið. Að þessu sinni hefur Vilhjálmur B. Bragason, leikari, leikskáld og tónlistarmaður umsjón með smiðjunni.
Lesa meira
Listamannaspjall með Agli Loga
29.08.2022
Laugardaginn 3. september kl. 15 verður boðið upp á listamannaspjall með Agli Loga Jónassyni um sýningu hans, Þitt besta er ekki nóg, sem var opnuð á Akureyrarvöku um síðustu helgi. Stjórnandi er Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins.
Lesa meira
Skapandi samvera í Listasafninu
25.08.2022
Nú býður Listasafnið á Akureyri upp á fjölskylduleik um sýninguna Gjöfin til íslenzkrar alþýðu. Tilvalið tækifæri fyrir börn og fullorðna til að staldra við og uppgötva eitthvað nýtt. Bragðgóð verðlaun í boði!
Lesa meira
Þrjár sýningar opnaðar á Akureyrarvöku
22.08.2022
Á Akureyrarvöku, laugardaginn 27. ágúst, kl. 15 verða þrjár sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri: Egill Logi Jónasson –
Þitt besta er ekki nóg, Steinunn Gunnlaugsdóttir – blóð & heiður og fræðslusýningin Form í flæði II. Blásarakvintettinn Norð-Austan mun stíga á stokk kl. 15.30 og kl. 17 hefjast svo þriðju og síðustu tónleikar sumarsins undir heitinu Mysingur í Mjólkurporti Listasafnsins. Að þessu sinni munu Drengurinn fengurinn, Teitur Magnússon og Dr. Gunni koma fram. Fjölskylduleiðsögn um Þitt besta er ekki nóg og blóð & heiður verður sunnudaginn 28. ágúst kl. 11-12. Enginn aðgangseyrir.
Lesa meira
Útgáfuhóf: Óræð lönd
15.08.2022
Laugardaginn 20. ágúst kl. 15 verður haldið útgáfuhóf í Listasafninu í tilefni útgáfu bókar Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson, Óræð lönd. Bókin er gefin út í tengslum við sýningar þeirra Óræð lönd: Samtöl í sameiginlegum víddum, sem sett var upp í Gerðarsafni, og sýninguna Vísitasíur, sem sett var upp í Listasafninu á Akureyri. Fyrir síðarnefndu sýninguna hlutu þau Myndlistarverðlaun ársins 2022. Æsa Sigurjónsdóttir var sýningarstjóri sýningarinnar Vísitasíur en Becky Forsythe sýningarstjóri sýningarinnar í Gerðarsafni.
Lesa meira
Fjölskylduleikur í sumar
14.07.2022
Listasafnið býður uppá skemmtilegan fjölskylduleik í sumar um sýninguna Gjöfin til íslenzkrar alþýðu. Tilvalið tækifæri fyrir börn og fullorðna til að staldra við og uppgötva eitthvað nýtt. Bragðgóð verðlaun í boði! Aðgangseyrir inn á safnið er ókeypis fyrir 18 ára og yngri.
Lesa meira
Mysingur II á laugardaginn
12.07.2022
Laugardaginn 16. júlí kl. 17 heldur tónleikaröðin Mysingur áfram í mjólkurporti Listasafnsins á Akureyri. Fram koma Drinni, Áslaug Dungal og Holy Hrafn. Enginn aðgangseyrir er á tónleikana. Hægt verður að kaupa grillmat og drykki frá Ketilkaffi á tónleikasvæðinu. Þriðji og síðasti tónleikadagurinn er 27. ágúst næstkomandi. Tónleikaröðin er samstarf Akureyrarbæjar, Ketilkaffis, Geimstofunnar, Listasafnsins á Akureyri, Kjarnafæðis og Kalda.
Lesa meira
Tónleikaröðin Mysingur hefst á laugardaginn
15.06.2022
Laugardaginn 18. júní kl. 17 hefst tónleikaröðin Mysingur í mjólkurporti Listasafnsins á Akureyri. Þar munu koma fram hljómsveitirnar Ólafur Kram og Hugarró. Enginn aðgangseyrir er á tónleikana.
Lesa meira
Listamannaspjall með Gústav Geir Bollasyni
07.06.2022
Laugardaginn 11. júní kl. 15:30 verður listamannaspjall með Gústav Geir Bollasyni um sýningu hans Sandtímasálmur um fölnandi jarðarblóm, sem var opnuð fimmtudaginn 2. júní síðastliðinn. Stjórnandi er Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins.
Lesa meira
Síðasta sýningarhelgi Allt til enda
03.06.2022
Síðustu sýningunni í listvinnustofuröðinni Allt til enda lýkur næstkomandi sunnudag. Þar má sjá verk barna úr 3.-6. bekk sem þau unnu undir handleiðslu Sigurbjargar Stefánsdóttur skipa.
Lesa meira
Leit

