Fréttasafn

Þriðjudagsfyrirlestri frestað

Þriðjudagsfyrirlestri frestað

Fyrirhuguðum Þriðjudagsfyrirlestri sem Stefán Þór Sæmundsson, rithöfundur og íslenskukennari, átti að halda næstkomandi þriðjudag, 14. febrúar hefur verið frestað. Fyrirlesturinn mun þess í stað fara fram þriðjudaginn 21. mars.
Lesa meira
Agnes Ársæls.

Að rækta hrifnæmið

Þriðjudaginn 7. janúar kl. 17-17.40 heldur myndlistarkonan Agnes Ársæls Þriðjudagsfyrirlestur undir yfirskriftinni Að rækta hrifnæmið. Í fyrirlestrinum mun Agnes leggja áherslu á ferli og vinnuaðferðir í eigin listsköpun í tengslum við valin verk. Einnig mun hún ræða reynslu sína af samstarfi við aðra listamenn og mikilvægi þess að hrífast í daglegu lífi.
Lesa meira
Hlynur Hallsson, safnstjóri.

Fjölbreytt 30 ára afmælisár framundan

Á kynningarfundi sem haldinn var í Listasafninu á Akureyri fyrr í dag var dagskrá ársins 2023, ný árbók og komandi starfsár kynnt. Listasafnið fagnar í ár 30 ára afmæli sínu með alls 23 sýningum. Árbók safnsins er nú öllum aðgengileg og gjaldfrjáls í anddyri safnsins auk valdra staða á Akureyri og víðar.
Lesa meira
The Visitors, 2012.

Tvær opnanir á laugardaginn

Laugardaginn 4. febrúar kl. 15 verður opnuð sýning á verki Ragnars Kjartanssonar, Gestirnir / The Visitors í Listasafninu á Akureyri. Jafnframt verður opnuð safnsýningin Ný og splunkuný, en þar má sjá nýleg verk úr safneign Listasafnsins.
Lesa meira
Elfar Logi og Marsibil.

Þriðjudagsfyrirlestur: Samstarf samlímdra hjóna

Þriðjudaginn 31. janúar kl. 17-17.40 halda listahjónin Elfar Logi Hannesson og Marsibil G. Kristjánsdóttir Þriðjudagsfyrirlestur undir yfirskriftinni Samstarf samlímdra hjóna. Þar munu þau fjalla um samstarf sitt í leiklistinni. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Frá sýningunni Takmarkanir 2021.

Afmæli – opið fyrir umsóknir

Listasafnið á Akureyri efnir til sýningar á verkum eftir norðlenska myndlistarmenn 2. júní-24. september 2023 og hefur verið opnað fyrir umsóknir. Að þessu sinni skulu myndlistarmennirnir vinna með þemað, Afmæli, í verkum sínum.
Lesa meira
Guðmundur Ármann Sigurjónsson.

Guðmundur Ármann heldur fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur ársins

Þriðjudaginn 24. janúar kl. 17-17.40 heldur Guðmundur Ármann Sigurjónsson, myndlistarmaður, fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur ársins undir yfirskriftinni Galdurinn í þrykkinu. Þar mun hann fjalla um upphaf grafíkur á Íslandi og hvenær fjölföldun hófst á myndum eftir höfunda sem vinna þær í myndmót. Einnig ræðir hann stöðu grafíkur í dag. Enginn aðgangseyrir er á fyrirlesturinn.
Lesa meira
Frá opnun Solander 250: Bréf frá íslandi.

Opið grafíkverkstæði í Deiglunni

Í tengslum við sýninguna Solander 250: Bréf frá Íslandi verður Gilfélagið með opið grafíkverkstæði í Deiglunni næstkomandi laugardag og sunnudag, 21. og 22. janúar, kl. 13-18. Leiðsögn veitir Guðmundur Ármann Sigurjónsson, myndlistarmaður. Enginn aðgangseyrir.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Sunnudaginn 29. janúar kl. 11-12 verður boðið upp á fjölskylduleiðsögn í Listasafninu. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá sýningu Kristínar Jónsdóttur frá Munkaþverá, Vatnið og landið, og samsýningunni Solander 250: Bréf frá Íslandi, og fjallar um einstaka verk.
Lesa meira
Fuglasýningu lýkur á sunnudaginn

Fuglasýningu lýkur á sunnudaginn

Sýningu á afrakstri fjórðu listsmiðju verkefnisins Sköpun utan línulegrar dagskrár lýkur næstkomandi sunnudag, 8. janúar. Verkefnið fólst í að bjóða fjölskyldum að taka þátt í rafrænni listsmiðju til að skapa sitt eigið listaverk í samvinnu við sína nánustu. Að þessu sinni var það Brynhildur Kristinsdóttir, myndlistarkona og kennari, sem kenndi þátttakendum að búa til fugla úr pappamassa. Verkefnið er styrkt af SSNE.
Lesa meira